Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

379. fundur 08. desember 2006 kl. 08:00 - 08:30

Fundur nr. 379 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupsstaðar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  föstudaginn 08. desember 2006 og hófst hann kl. 08:00


Mættir voru:                   Gísli S. Einarsson, formaður stjórnar,

                                     Sævar Þráinsson

                                     Valdimar Þorvaldsson

 

Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri sjóðsins.


Fyrir tekið:

 

1. Makalífeyrir.

Sjá trúnaðarbók.

 

2. Tillaga um viðræður við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um þjónustu- og rekstrarsamning.

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

 

,,Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar samþykkir að fela bæjarstjóra sem formanni stjórnar lífeyrissjóðsins og Sævari Þráinssyni stjórnarmanni að taka upp viðræður við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um þjónustu- og rekstrarsamning. Samningurinn taki til móttöku og skráningu iðgjalda, skráningu réttinda, útreiknings- og útgreiðslu lífeyris og annarra þátta í starfsemi sjóðsins. Markmiðið skal vera að veita góða þjónustu, með áherslu á öruggar upplýsingar, traustar ráðleggingar, gott viðmót og stuttan svartíma."

 

Gísli S. Einarsson (sign)

Sævar Þráinsson (sign)

Valdimar Þorvaldsson (sign)

 

Tillagan samþykkt.

 

Í framhaldi af ofangreindri samþykkt var lögð fram eftirfarandi tillaga:

 

,,Í framhaldi af fundi Gísla S. Einarssonar formanns stjórnar lífeyrissjóðsins og Sævars Þráinssonar stjórnarmanns í lífeyrissjóðnum með framkvæmdastjóra LSS samþykkir stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar að fela Andrési Ólafssyni fjármálastjóra Akraneskaupstaðar/framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins og Jóhanni Þórðarsyni endurskoðanda að taka upp frekari viðræður og samninga við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um þjónustu- og rekstrarsamning.

Stefnt skal að því að yfirtaka geti farið fram miðað við áramót 2006/2007.

Samningurinn taki til móttöku og skráningu iðgjalda, skráningu réttinda, útreiknings- og útgreiðslu lífeyris og annarra þátta í starfsemi sjóðsins. Markmiðið skal vera að veita góða þjónustu, með áherslu á öruggar upplýsingar, traustar ráðleggingar, gott viðmót og stuttan svartíma."

 

Stjórnin samþykkir ofangreinda tillögu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 08:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00