Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

375. fundur 18. maí 2006 kl. 12:00 - 13:05

Fundur nr. 375. Ár 2006, fimmtudaginn 18. maí, var ársfundur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2005, haldinn í bæjarþingsalnum Stillholti 16-18, Akranesi og hófst hann kl. 12:00.


Mættir voru:              Guðmundur Páll Jónsson, formaður stjórnar

                                 Hörður Kári Jóhannesson

                                 Jórunn Guðmundsdóttir

 

Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins.


 

Einnig mættu: 2 sjóðsfélagar.

 

Fyrir tekið:

 

1.  Skýrsla stjórnar.

Formaður flutti skýrslu stjórnar.

         

2.  Ársreikningur 2005.

Framkvæmdastjóri skýrði ársreikning Lífeyrissjóðs fyrir árið 2005 sem samþykktur hefur verið í bæjarstjórn.

 

Til máls tóku:Magnús Oddsson, AÓ, GPJ, Valdimar Þorvaldsson

 

3.  Tryggingarfræðileg úttekt.

Framkvæmdastjóri fór yfir niðurstöður tryggingafræðilegrar úttektar sem lögð var fram á fundinum.

         

 4.  Fjárfestingarstefna lífeyrissjóðsins.

Framkvæmdastjóri fór yfir samþykkta fjárfestingarstefnu Lífeyrissjóðsins fyrir árið 2006.

 

5.  Önnur mál.

Guðmundur Páll Jónsson fjallaði um þá umræðu sem væri uppi að  Akraneskaupstaðar greiddi sjóðnum inn á áfallna lífeyrisskuldbindingu.

 

Hörður þakkaði samstarfsmönnum í stjórn sjóðsins fyrir samstarfið á liðnum árum, þar sem hann er að láta af stjórnarstörfum.

 

Guðmundur þakkaði Herði fyrir vel unnin störf.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:05

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00