Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

355. fundur 05. júní 2003 kl. 08:30 - 10:00

Fundur nr. 355 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu fimmtudaginn 5. júní 2003 og hófst hann kl. 08:30.


Mættir voru: Gísli Gíslason, formaður stjórnar,
 Hörður Kári Jóhannesson,
 Jórunn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins.


Fyrir tekið:

 

1. Skýrslur Landsbréfa.
1.1. Ársfjórðungsskýrsla 01.04.03.
1.2. Mánaðarskýrsla 01.05.03.
Lagðar fram.

 

2. Bréf Landsbankans ? Landsbréfa vegna sjóðsstjóra.
Landsbanki Íslands verðbréfasvið tilkynnir með bréfi, dags. 28. maí 2003, að frá og með 28.05.2003 hafi Davíð Harðarson sjóðsstjóri farið í ársleyfi. Í fjarveru Davíðs munu Styrmir Þór Bragason, forstöðumaður eignastýringar og Ólafía Harðardóttir sjóðsstjóri taka við stýringu sjóðsins.
 Samþykkt að fá fulltrúa frá Landsbankanum verðbréfasviði á næsta fund.

 

3. Samþykktir Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.


3.1.  Breyting á samþykktri tillögu um breytingu á samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
 Stjórn sjóðsins samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu, jafnframt samþykkir stjórnin að senda Fjármálaráðuneytinu breyttar samþykktir Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar til staðfestingar.

 

3.2. Bréf bæjarritara Akraneskaupstaðar, dags. 14. maí 2003, þar sem skýrt er frá því að á fundi bæjarstjórnar Akraness 13.05.2003 hafi verið samþykktar breytingar á samþykktum fyrir Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar.
 Lagt fram.

 

3.3. Bréf Starfsmannafélags Akraness, dags. 22. maí 2003, þar sem skýrt er frá því að á fundi stjórnar St.Ak. 12.05.2003 hafi verið samþykktar breytingar á samþykktum fyrir Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

 

4. Umsókn um veðflutning.
Sjá trúnaðarbók.

 

5. Umsókn um veðleyfi.
Sjá trúnaðarbók.

 

6. Umsókn um skuldskeytingu.
Sjá trúnaðarbók.

 

7. Lífeyrir.
Sjá trúnaðarbók.

 

8. Bréf Magnúsar Oddssonar dags. 29.04.2003.
Sjá trúnaðarbók.

 

9. Bréf bæjarritara Akraneskaupstaðar dags. 9.04.2003, þar sem skýrt er frá því að ársreikningur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2002 hafi verið samþykktur á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar 08.04.2003.
Lagt fram.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00