Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

345. fundur 23. apríl 2002 kl. 14:00 - 16:30

Fundur nr. 345 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar var haldinn
þriðjudaginn 23. apríl 2002 í fundarsal bæjarskrifstofu  og hófst hann kl. 14:00.

Mættir voru: Gísli Gíslason,
 Hervar Gunnarsson, boðaði forföll.
 Hörður Jóhannesson.

Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins.

Þann 15. mars s.l. lést Helgi Andrésson, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Akraneskaupstaðar í hörmulegu umferðaslysi. Helgi var fulltrúi í stjórn lífeyrissjóðsins um áratugaskeið auk þess sem hann var um langt árabil formaður Starfsmannafélags Akraness og í stjórn BSRB. Með Helga er genginn góður starfsmaður Akraneskaupstaðar og einn öflugasti liðsmaður starfsmanna kaupstaðarins. Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar sendir fjölskyldu Helga innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

Fyrir tekið:

1. Talnakönnun hf., Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar tryggingafræðileg úttekt miðað við árslok 2001.
Lagt fram.

2. Skýrslur Landsbréfa.
2.1. Mánaðarskýrsla 01.02.2002
2.2. Mánaðarskýrsla 01.03.2002
Lagðar fram.

3. Umsókn um lán ? Sjá trúnaðarbók.

4. Umsókn um veðleyfi ? Sjá trúnaðarbók.

5. Skilyrt veðleyfi ? Sjá trúnaðarbók. 

6. Umsókn um lífeyri ? Sjá trúnaðarbók.

7. Nýtt örorkumat ? Sjá trúnaðarbók.

8. Málefni Péturs Baldurssonar kt. 220633-2259. Sjá trúnaðarbók.

9. Málefni Magnúsar Oddssonar kt.171135-5599. Sjá trúnaðarbók.

10. Bréf Jóhannesar Ingibjartssonar dags. 26.02.02 varðandi lífeyrisréttindi.
Andrési falið að leggja fram nánari gögn í málinu.

11. Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða 07.05.2002.
Samþykkt að Andrés Ólafsson verði fulltrúi lífeyrissjóðsins á
aðalfundinum.

12. Fulltrúaráð Landssamtaka lífeyrissjóða. Skipan tveggja fulltrúa.
Samþykkt að tilnefna Andrés Ólafsson og Hörður Jóhannesson sem fulltrúa Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í fulltrúaráð Landssamtaka lífeyrissjóða.

13. Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 22.03.02, þar sem tilkynnt er yfirtaka á lífeyrisskuldbindingum Borgarbyggðar og bréf Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar dags. 17.04.02 um sama málefni.
Lögð fram.

14. Bréf  bæjarritara Akraneskaupstaðar dags. 27.03.02, þar sem skýrt er frá því að ársreikningur Lífeyrissjóðs Akraneskauspstaðar fyrir árið 2001 hafi verið samþykktur á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar 26.03.02.
Lagt fram.

15. Bréf Landssamtaka Lífeyrissjóða dags. 14.03.02 um sértæka vátryggingarvernd.
Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar samþykkir að taka ekki þátt í sértækri vátryggingarvernd að svo komnu máli.

16. Aðalfundur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
Samþykkt að boða til aðalfundar 16. maí kl. 11,00

17.    Launakjör tónlistakennara með tilliti til eftirmannsreglu.

Samþykkt að fela Andrési að afla frekari gagna og gera tillögu um grunnröðun.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00