Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

93. fundur 29. janúar 2019 kl. 16:30 - 18:37 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Elsa Lára Arnardóttir formaður, Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Björn Guðmundsson, Helgi Pétur Ottesen, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Þura B. Hreinsdóttir starfandi hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1.  Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

2.  Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 18. desember 2018 til 28. janúar 2019.

3.  Rekstraryfirlit Höfða 1. janúar til 30. nóvember 2018

Lagt fram.

4.  Skýrsla Auðnast um áhættumat starf, drög.

Lögð fram.

5.  Bréf SSV dags. 3. janúar 2019 varðandi Velferðarstefnu Vesturlands.

Stjórn Höfða þakkar þeim sem komið hafa að gerð stefnunnar. Ábendingar hafa komið fram um að ítarlegri umfjöllun mætti vera um markmið og aðgerðir í öldrunarmálum og felur framkvæmdastjóra að senda ábendingar þar um.

6.  Tölvupóstur heilbrigðisráðuneytis dags. 21. janúar 2019 varðandi erindi frá Höfða.

Lagt fram.

7.  Tölvupóstur heilbrigðisráðuneytis dags. 17. janúar 2019 varðandi umsókn Höfða um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra.

Lagt fram. Stjórn Höfða lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að synja heimilinu um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til endurbóta og breytinga á húsnæði heimilisins.

8.  Minnisblað SFV um gjaldskrá SÍ fyrir hjúkrunarheimili 2019

Lagt fram.

9.  Starfsmannamál

Bréf sjúkraliða á Ytri- og Innri Hólmi og bréf fulltrúa starfsmanna í stjórn Höfða. Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um kostnað við óskir um aukna mönnun á vöktum. Stjórn Höfða tekur undir áhyggjur starfsmanna um mönnun en í ljósi niðurskurðar ríkisins á fjármunum til reksturs hjúkrunar- og dvalarrýma og annarra óvissuþátta getur stjórnin ekki orðið við óskum starfsmanna um aukna mönnun að sinni nema til komi auknir fjármunir frá ríkinu til reksturs.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:37

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00