Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

75. fundur 21. ágúst 2017 kl. 16:30 - 17:20 Höfða

Fundinn sátu:

Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður

Hörður Helgason varaformaður

Kristján Sveinsson

Margrét Magnúsdóttir

Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

 

Fyrir var tekið:           

1.      Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir fjóra einstaklinga, sjá trúnaðarbók. 

2.      Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 19. júní til 20. ágúst 2017. 

3.      Rekstraryfirlit Höfða 1. janúar til 31. maí 2017

Lagt fram.

4.      VinnuStund

Framkvæmdastjóri lagði fram drög að samningi milli Advania og Akraneskaupstaðar um leigu, hýsingu og innleiðningu á VinnuStund hjá Akraneskaupstað og Höfða ásamt kostnaðaráætlun.  Lagt fram.

5.      Aðild að rammasamningi Ríkiskaupa

Bréf Ríkiskaupa dags. júlí 2017 þar sem tilgreint er nýtt rekstrarform á rammasamningakerfi Ríkiskaupa.  Helsta breytingin er að opinberir aðilar sem eru utan A-hluta ríkissjóðs greiða aðildargjald fyrir aðild að rammasamningi.  Aðildargjald Höfða fyrir árið 2017 er 620.000 kr.

Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að kanna hvað önnur hjúkrunarheimili ætla að gera varðandi áframhaldandi þátttöku þar sem ljóst er að um verulegan kostnaðarauka er að ræða.

6)      Úttekt á mötuneyti

Stjórn Höfða samþykkir að taka tilboði Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. í úttekt á matseðli og eldhúsi Höfða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00