Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

48. fundur 26. janúar 2015 kl. 16:30 - 17:20 Höfða

Fundinn sátu:
Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður,
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varaformaður,
Kristján Sveinsson, Daníel Ottesen varamaður,
Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna,
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri,
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1) Vistunarmál

Samþykkt vistun; Gunnar Gunnarsson.

2) Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 17.desember 2014 til 25.janúar 2015.

3) Rekstrar- og framkvæmdayfirlit 1. janúar – 30. nóvember 2014

Lagt fram.

4) Daggjöld 2015

a) Reglugerð um daggjöld fyrir hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrými sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2015. b) Reglugerð um greiðslu kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum öldrunarstofnana sem eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. c) Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir hjúkrunarþjónustu öldrunarstofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum 2015 og eru án samnings um verð við Sjúkratryggingar Íslands. Lagt fram.

5) Kjarasamningar

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu á ágreiningsmáli á túlkun kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Sjúkraliðafélag Íslands.

6) Gjaldskrá Höfða

Erindi í tölvupósti frá Steinari Adolfssyni framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Akraneskaupstaðar vegna gjaldskrárhækkana á útseldum mat frá Höfða. Stjórn Höfða getur ekki orðið við erindinu.

7) Önnur mál

Framkvæmdastjóri fór yfir tvö bréf til Velferðarráðuneytis vegna fjölgunar hjúkrunarrýma og umsóknar um framlag vegna lífeyrisskuldbindinga heimilisins.

Fleira ekki gert.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00