Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

21. fundur 14. maí 2004 kl. 09:30 - 10:00

21. fundur í stjórn Grundartangahafnar var haldinn á skrifstofu Íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga, föstudaginn 14. maí 2004 og hófst hann kl. 09:30.


Mættir voru:                   Gunnar Sigurðsson,

                                      Sigurður Sverrir Jónsson,

                                      Sigurður Valgeirsson,

                                      Ásbjörn Sigurgeirsson,

                                      Guðni Tryggvason,

Áheyrnarfulltrúi:             Helgi Þórhallsson.

 

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Guðmundur Eiríksson.


 

Fyrir tekið:

 

1.Skýrsla stjórnar vegna fulltrúaráðsfundar.

Lögð fram.

 

2. Hafnarvernd.  Tilboð í eftirlitsmyndavélar og girðingar.

Stjórnin samþykkir að taka tilboði Öryggismiðstöðvar Íslands í tvær eftirlitsmyndavélar og myndþjón.  Stjórnin samþykkir að taka tilboði Sandblásturs í girðingar og tilboði Girðingarþjónustunnar í uppsetningu.  Hafnarstjóra heimilað að ganga frá nauðsynlegum samningum þegar lega girðinga liggur fyrir.

 

3.Stækkun Grundartangahafnar.  Tilboð í sandfyllingu.

Tvö tilboð bárust:

Björgun hf. 56,0 mkr.

Gáma- og tækjaleiga Austurlands hf. 62,7 mkr.

Kostnaðaráætlun var áætluð 84,0 mkr.

 

Stjórnin samþykkir að taka tilboði Björgunar hf. í sandfyllingu vegna stækkunar hafnarinnar.

 

4. Tillaga um breytingu á fjárhagsátlun ársins 2004.

Samþykkt að vísa tillögunni til afgreiðslu fulltrúaráðsins.

 

5.Önnur mál.

Rætt um framkvæmd hafnarverndarinnar og þá hugmynd að semja við Klafa um framkvæmd hennar.  Helgi gat þess að hugmyndin hefði verið rædd í stjórn Klafa og þar tekið jákvætt í að semja um verkefnið.  Stjórnin heimilar hafnarstjóra og Guðmundi Eiríkssyni að vinna áfram að verkefninu á þessum forsendum.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir þvi að eftir helgina verði óskað eftir því við Siglingastofnun að innkaup á stálþili verði boðið út.

Sigurður Sverrir fór yfir atriði varðandi kostnað vegna framkvæmdaleyfis við lagningu nýrrar vegtengingar.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.10:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00