Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

2. fundur 08. mars 2002 kl. 11:00 - 12:45

2. fundur.  Ár 2002, föstud. 8. mars 2002 kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar í fundarsal í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18, 3. hæð og hófst fundurinn kl. 11:00.

Mættir voru: Sturlaugur Haraldsson, formaður,
 Herdís Þórðardóttir,
 Marinó Tryggvason,
 Ágúst Hjálmarsson,
 Kristmar Ólafsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.

Fyrir tekið:

1. Erindi samgöngunefndar Alþingis um drög að frumvarpi til nýrra hafnalaga.  Umsögn aukafundar Hafnasambands sveitarfélaga frá 1. mars s.l.
Stjórn Grundartangahafnar fagnar því að lagt hafi verið fram frumvarp að nýjum hafnalögum, en í því eru ýmis nýmæli sem eru til bóta varðandi rekstur hafna.  Stjórnin tekur undir umsögn sem samþykkt var á auakfundi Hafnarsambands sveitarfélaga þann 1. mars s.l.  Að auki telur stjórnin nauðsynlegt að hugað sé að eftirfarandi atriðum:

 • Nauðsynlegt er að skilgreina betur ákvæði frumvarpsins varðandi móttökuskyldu hafna.
 • Skilgreina þarf betur ákvæði frumvarpsins um heimildir hafna til álagningu gjalda þannig að ákvæði hamli ekki nauðsynlegri tekjuöflun.
 • Varðandi heimildir til að reka hafnir sem hlutafélög er nauðsynlegt að huga að skattlagningu slíkra fyrirtækja og stöðu þeirra gagnvart gagnvart öðrum höfnum með tilliti til samkeppni.  Er m.a. bent á ákvæði dönsku hafnalaganna í þessu efni.

2. Skipulagsmál. 
Magnús H. Ólafsson mætti á fundinn kl. 11:30.  Farið var yfir tillögur að breytingu á svæðisskipulagi, aðalskipulagi og deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins og hafnarinnar. 

Stjórnin samþykkir að fela Magnúsi að óska eftir því við viðkomandi sveitarfélög að iðnaðarsvæðið á Grundartanga verði stækkað í samræmi við fyrirliggjandi tillögur.

3. Minnisblað Siglingastofnunar, dags. 28.3.2002, um stækkun Grundartangahafnar.
Formaður gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Siglingastofnunar.  Samþykkt að efla hafnarstjóra að láta framkvæma dýptarmælingar og jarðvegsrannsóknir vegna hugsanlegrar stækkunar í samrmi við fyrirliggjandi minnisblað.

4. Málefni Klafastaða.
Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins.

5. Erindi Norðuráls hf. um framtíðarflæðigryfjur.
Stjórnin getur fallist á fyrirliggjandi hugmyndir.

6. Fundur formanns stjórnar og hafnarstjóra með fulltrúum Fjárfestingarskrifstofu  Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins og fulltrúa iðnaðarráðuneytis.
Formaður gerðir grein fyrir umræðum á fundinum.  Þá var greint frá því að Páll Jensson, prófessor hefur verið fenginn til að gera líkan að umferð um höfnina og líkan fyrir tekju- og greiðsluflæði vegna aukningar á umferð um höfnina.

7. Fundur formanns stjórnar og hafnarstjóra með forstjóra Eimskipa hf.
Formaður gerði grein fyrir umræðum á fundinum, en m.a. var rætt um möguleikann á því að skipa út gámum með frystum fiski á Grundartanga með því að nýta  skipaferðir Eimskipa hf.

8. Bréf framkvæmdastjóra Landverndar, dags. 7.2.2002, varðandi umhverfismerki fyrir smábátahafnir og baðstrendur.
Lagt fram.

9. Bréf Halls Árnasonar, dags.28.12.2001, f.h. svæðisráðs hafna um kostnað á rekstri.
Lagt fram.

10. Bréf Heilbriðiseftirlits Vesturlands, dags. 21.12.2001, varðandi umsögn um drög að starfsleyfi fyrir fiskeldi.
Hafnarstjóra falið að svara erindinu.

11. Lóðamál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.

12. Erindi Byggðasafns Akraness og nærsveita dags. 30. 11.2001 um styrk vegna smíði bryggjusvæðis að Görðum.
Stjórnin getur ekki orðið við erindinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:45

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00