Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

51. fundur 08. maí 2007 kl. 20:00 - 22:30

Ár 2007, þriðjudaginn 8. maí. kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafnsins að Görðum saman til fundar í Garðakaffi.


Til fundarins komu:        Björn Elíson form.

                                        Guðni Tryggvason

Auk þeirra sátu Jón Allansson, forstöðumaður, Tómas Guðmundsson markaðsfulltrúi Akraneskaupstaðar og Bergþór Ólason varamaður  Sjálfstæðisflokks í safnastjórn fundinn.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1.  Málefni Safnasvæðisins.

Farið yfir ýmis málefni er varðar Kútter Sigurfara.

 

2. Stúkuhús.

Forstöðumaður og stjórnarformaður gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við húsið. Rætt um starfsemi sem fram gæti farið í húsinu að framkvæmdum loknum.

 

3. Starfsmannamál.

Forstöðumaður gerði grein fyrir ráðningum sumarsins og starfsmannaaðstöðu.

 

4.   Önnur mál:

 

1)  Gengið um Safnasvæðið.

 

2)  Rætt um hvort fella eigi niður aðgangseyri að safninu. Þó nokkur umræða um málið. Málinu vísað til næsta fundar.

 

3)  Formaður greindi frá því að safnið hefði fengið úthlutað 500.000,- frá Pokasjóði

 

4)  Þá gerði forstöðumaður grein fyrir þeim styrkjum sem safnasvæðið hefur fengið úthlutað á árinu 2007

a) Endurgerð Stúkuhúss kr. 3.000.000.- frá fjárlaganefnd Alþingis og kr. 300.000.- frá Húsafriðunarnefnd ríkisins,

b) Íþróttasafn vegna uppfærslu, kynningu og reksturs kr. 250.000.- frá fjárlaganefnd Alþingis, 

c) Bátasafn varðandi endurgerð og viðhald kr. 500.000.- frá fjárlaganefnd Alþingis, 

d) Framkvæmdir á útisvæði kr. 1.000.000.- frá fjárlaganefnd Alþingis, 

e) Endurgerð hússins Geirstaða kr. 250.000.- frá fjárlaganefnd Alþingis og kr. 350.000.- frá Húsafriðunarnefnd ríkisins  

f) Frá Húsafriðunarnefnd ríkisins vegna endurgerð Sandahúss fékkst kr. 100.000.-,

g) Frá safnasjóði fékk safnið rekstrarstyrk að upphæð kr. 1.600.000.- og verkefnastyrk kr. 300.000.- samtals kr. 1.900.000.- frá safnasjóði. 

 

Samtalsstyrkir árið 2007 eru kr. 7.650.000.- Þá er ógetið samningur sem gerður var við Menntamálaráðuneytið varðandi endurgerð kútters Sigurfara og er til 5 ára og árleg framlög kr. 12.000.000.- 

Þá fékk Safnasvæðið styrk frá Menningarráði Vesturlands til ýmissa verkefna kr. 300.000.-.

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 22:30

Guðni R. Tryggvason (sign)

Björn Elíson (sign)

Tómas Guðmundsson (sign)

Jón Allansson (sign)     

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00