Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

47. fundur 13. september 2006 kl. 20:00 - 22:30

Ár 2006, miðvikudaginn 13. sept. kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafnsins að Görðum saman til fundar í Garðakaffi.


 

Til fundarins komu:        Björn Elíson

                                    Ragna Kristmundsdóttir

                                    Ásgeir Hlinason

                                    Guðni Tryggvason

                                               

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður fundinn.


 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1.  Málefni Kútters Sigurfara. 

Rætt um hversu langt á að ganga varðandi varðveislu og uppbyggingu kúttersins.  Fundarmenn sammála um að horfa til þess að byggja yfir skipið.  Forstöðumanni falið að hafa samband við Arkitektafélag Íslands og fá þá til fundar við stjórn varðandi hugmynd um samkeppni að hönnun yfirbyggingar og útlit á svæðinu.

 

2.  Vetrarstarfsemi safnsins. 

Forstöðumaður kynnti fyrir stjórn starfið framundan.  Safnið mun taka þátt í Vökudögum og verða með dagskrá 4. nóv. sem nefnist Skagaskáldin og 5.nóv. Hagyrðingarkvöld.  Þann 16.nóv. verður ljóða- og smásagnakeppni unga fólksins þar sem þemað verður Safnasvæðið að Görðum.  Í lok okt. byrjun nóv. verður haldið námskeið í spjalda- og vattarsaum en það auglýst nánar síðar.  Verið er að leggja drög að jóladagskrá safnsins sem verður auglýst síðar.

 

3.  Málefni Stúkuhúss og umhverfiss. 

Lagt er til að ljúka við endurbyggingu hússins á árinu ásamt aðkomu og umhverfi.  Samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun sem unnin hefur verið er heildarkostnaður varðandi endurgerð og umhverfi kr. 7,5 millj.  Stjórn safnsins samþykkir þessa áætlun.

 

4. Önnur mál

 

a) Málefni Steinaríkis. 

Forstöðumanni falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu fundarins.

 

   

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:30

 

Guðni Tryggvason (sign)

Ragna Kristmundsdóttir (sign)

Björn Elíson (sign)

Ásgeir Hlinason (sign)

Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00