Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

37. fundur 13. apríl 2005 kl. 21:00 - 23:00

Ár 2005 miðvikudaginn 13. apríl kl. 21:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í bæjarþingsalnum.


Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Jóna Adolfsdóttir,
 Marteinn Njálsson,
 Valdimar Þorvaldsson,
 Sigurður Sverrir Jónsson,
 Ása Helgadóttir.

Auk þeirra sat Jón Allansson fundinn.


1. Jón Allansson gerði grein fyrir reikningum ársins.
Töluverðar umræður urðu um reikningana og frávik frá áætlunum.  Reikningarnir voru að lokum samþykktir samhljóða, en athugasemd gerð við að tryggingafræðileg úttekt á lífeyrisskuldbindingum hafði ekki verið lögð fyrir stjórnina.

 

2. Jón Allansson gerði grein fyrir Ársskýrslu safnsins fyrir árið 2004Jón svaraði spurningum fundarmanna.

 

3. Jón gerði grein fyrir fyrirhugaðri ferð til Siglufjarðar 16.-17. apríl n.k.

 

4. Tómas Guðmundsson, sem er ásamt Birni Elíssyni  markaðs- og atvinnufulltrúi  fyrir Akraneskaupstað, fór yfir nýja möguleika til að kynna og nýta safnasvæðið.  Björn tók við af Tómasi og ræddi möguleika á nýjum leiðum í rekstri safnasvæðisins.

 

5. Rætt um innri málefni safnsins og formanni og forstöðumanni falið að ræða málin við meðeigendur.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Sigurður S. Jónsson (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Marteinn Njálsson (sign)
 Jóna Adolfsdóttir (sign)
 Ása Helgadóttir (sign)
 Jón Allansson (sign)

 


 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00