Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

33. fundur 23. september 2004 kl. 18:00 - 20:00

Ár 2004, fimmtudaginn 23. september kl. 18:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.


 Til fundarins komu:           Sveinn Kristinsson,

                                          Jósef H. Þorgeirsson,

                                          Valdimar Þorvaldsson,

                                          Jón Gunnlaugsson,

                                          Sverrir Jónsson,

                                          Jóna Adolfsdóttir,

                                          Ása Helgadóttir.

 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Starfsemi safnsins 2004.

 Jón Allansson gerði grein fyrir framkvæmdum í sumar á Safnasvæðinu.  Gestafjöldi er um 20 þúsund það sem af er árinu og hefur erlendum gestum fjölgað verulega.

 

2. Jón Allansson lagði fram drög að fjárhagsáætlun  fyrir árið 2005 og skýrði hana út. 

Áætluninni er vísað til næsta fundar og framkvæmdastjórn falið að athuga málið milli funda.

 

3. Endurskoðun safnastefnu.

Jón lagði fram drög að safnastefnu.

Samþykkt að fela formanni og forstöðumanni að leggja fram tillögu að safnastefnu á næsta fundi.

 

4. Lagt fram endurskoðað rekstrar- og framkvæmdayfirlit til dagsins í dag.

 

5. Jón lagði fram gögn um útbrotakirkju

Málinu frestað til næsta fundar.

 

6. Rætt um hugsanlegt framlag safnsins á vökudögum. 

Forstöðumanni falið að kanna málið.

 

7. Lagt fram bréf Jóns Allanssonar, dags. 15.09.2004. 

Formanni falið að athuga málið milli funda.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)

Sveinn Kristinsson (sign)

Sverrir Jónsson (sign)

Valdimar Þorvaldsson (sign)

Ása Helgadóttir (sign)

Jóna Adolfsdóttir (sign)

Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00