Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

27. fundur 24. september 2003 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2003, miðvikudaginn 24. september  kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum.


Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson, Jón Gunnlaugsson, Jósef H. Þorgeirsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Ása Helgadóttir, Jóna Adolfsdóttir og Marteinn Njálsson.
 Auk  þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Jón Allansson greindi frá aðsókn á þessu ári sem er meiri en nokku sinni.  Rúmlega 21.000 gestir hafa komið á safnasvæðið til dagsins í dag.

 

2. Jón lagði fram sundurliðað rekstrar- og framkvæmdayfirlit með athugasemdum um kostnað sem færður er á markaðsstarf.
Samþykkt að forstöðumaður taki saman greinargerð um málið og leggi fyrir næsta fund.

 

3. Rætt um Stúkuhúsið, sem ákveðið er að flytja á Safnasvæðið á næsta ári, en gera verður ráð fyrir þessum framkvæmdum í næstu fjárhagsáætlun.

 

4. Lagður fram samningur um afnot af húsinu Fróðá á Safnasvæðinu.
Samningurinn var samþykktur.

 

5. Lagt fram uppkast að samkomulagi milli Akraneskaupstaðar og Snorrastofu um samstarf.
Stjórnin mælir með samþykkt samningsins.

 

6. Tveir erlendir sérfræðingar komu í ágúst s.l. og skoðuðu kútter Sigurfara og er álitsgerð þeirra væntanleg mjög bráðlega.

 

7. Stjórninni er boðið á opnun atvinnuvegasýningar n.k. föstudag kl. 15:00.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Marteinn Njálsson (sign)
 Jóna Adolfsdóttir (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Ása Helgadóttir (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00