Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

19. fundur 20. mars 2002 kl. 20:30 - 22:00

Ár 2002, miðvikudaginn 20. mars kl. 20:30 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson. Jósef H. Þorgeirsson, Steinunn Björnsdóttir, Jón Þór Guðmundsson, Jón Valgarðsson, Gísli S. Sigurðsson, Anton Ottesen og Rögnvaldur Einarsson.
 Auk þeirra sat fundinn Jón Allansson, forstöðumaður og Magnús Magnússon markaðsfulltrúi.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Magnús Magnússon gerði grein fyrir kynningaráætlun fyrir safnasvæðið að Görðum.  Á eftir svaraði hann fyrirspurnum.  Stjórnin samþykkir kynningaáætlunina og ætlast til þess að stjórninni verði reglulega gerð grein fyrir gangi mála.

2. Ársreikningur safnsins lagður fram og undirritaður.

3. Jón Allansson lagði fram og gerði grein fyrir Ársskýrslu Byggðasafns Akraness og nærsveita fyrir árið 2001.

4. Stjórnin ræddi um Sigurfara og var ákveðið að fela forstöðumanni að hafa formlega samband við þjóðminjavörð um skipið og framtíð þess.

5. Lagt fram bréf frá stjórn Grundartangahafnar, dags. 8. mars 2002, sem synjar um styrk vegna smíði bryggjusvæðis að Görðum.

6. Lagt fram bréf frá Guttormi Jónssyni, dags. 19. mars 2002, sem óskar eftir leiðréttingu á launum sínum.

Stjórnin tekur undir sjónarmið Guttorms og felur forstöðumanni að semja nýja starfslýsingu fyrir Guttorm og leggja fyrir starfskjaranefnd.

7. Rætt um hraðahindrun sem er á veginum að safninu og formanni og forstöðumanni  falið að ræða við forstöðumann tæknideildar um lausn á þessum vanda og e.t.v. nýja vegtengingu að safninu.

8. Forstöðumanni falið að koma af stað framkvæmdum við að opna nýjan inngang að aðalsafninu í Görðum.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Gísli S. Sigurðsson (sign)
 Rögnvaldur Einarsson (sign)
 Steinunn Björnsdóttir (sign)
 Anton Ottesen (sgin)
 Jón Þór Guðmundsson (sign)
 Jón Valgarðsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00