Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

7. fundur 16. október 2000 kl. 20:30 - 22:00
Ár 2000, mánudaginn 16. október kl. 20:30 kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í safnahúsinu að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson og Anton Ottesen.
Auk þeirra sat, Jón Allansson, forstöðumaður fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Greint frá því að tekist hafi að útvega lán í Landsbanka Íslands, allt að kr. 50.000.000.- til að kosta framkvæmdir við nýtt safnahús.

2. Lagt fram ljósrit af bréfi til fjárlaganefndar Alþingis, dags. 29. september 2000, sem er beiðni um styrk vegna stofnkostnaðar við íþróttasafn á Akranesi, kr. 3.000.000.- Einnig ljósrit af bréfi til nefndarinnar, dags. sama dag, um styrk til rekstrar Byggðasafnsins, breytinga á áherslum í rekstri safnsins.

3. Málningarvinna í nýbyggingu.

Forstöðumanni falið að útvega málara í verkið.

4. Lagt fram samningsuppkast á milli atvinnuráðgjafa Vesturlands og Byggðasafnsins um þátttöku ATSSV í undirbúningi að uppbyggingu íþróttasafnsins. ATSSV mun legga fram kr. 600.000.- á fjórum mánuðum.

Samningsuppkastið samþykkt.

5. Lagt fram kynningarrit til forystu ÍSÍ, UMFÍ, menntamálaráðherra og íþróttanefndar ríkisins um íþróttasafn.

6. Útboð.

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í upplýsingagjöf til ferðamanna. Málið rætt rækilega og forstöðumanni falið að ganga frá tilboði.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Anton Ottesen (sign)
Valdimar Þorvaldsson (sign)
Jón Allansson (sign)



   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00