Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

5. fundur 17. apríl 2000 kl. 20:30 - 22:00
Ár 2000, mánudaginn 17. apríl kl. 20:30 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar á skrifstofum Akraneskaupstaðar.

Þessir komu til fundarins: Jósef H. Þorgeirsson, Valdimar Þorvaldsson, Steinunn Björnsdóttir, Anton Ottesen, Sigurður Valgeirsson, Gísli S. Sigurðsson, Jón Þór Guðmundsson og Jón Valgarðsson.
Auk þeirra mættu á fundinn Jón Allansson og Jóhann Þórðarson endurskoðandi.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Jóhann Þórðarson lagði fram og skýrði ársreikninga Byggðasafns Akraness og nærveita fyrir árið 1999. Rekstrarafkoma safnsins var á s.l. ári neikvæð um kr. 719.520.-. Nokkrar umræður urðu um reikningana og þeir síðan samþykktir og undirritaðir.

2. Jón Allansson, forstöðumaður, flutti og lagði fram ársskýrslu safnsins fyrir árið 1999.

Skráðir safngestir árið 1999 voru 5.324 og hafði fækkað um 340 frá 1998 eða um 6%. Jón gerði einnig grein fyrir öllum framkvæmdum við safnið á árinu og var frásögn hans mjög ítarleg.

3. Jón gerði grein fyrir og lagði fram verkefnaáætlun fyrir safnið árið 2000.

Helstu framkvæmdir ársins sem eru fyrirhugaðar varða Sanda, hitaveitulögn og viðhald húsa. Að auki eru fyrirsjáanlegar miklar annir vegna nýbyggingar safnahúss og skipulagningu sýninga. Haldið verður áfram að endurskipuleggja og endurgera fastasýningar í aðalsafnahúsi.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Steinunn Björnsdóttir (sign)
Sigurður Valgeirsson (sign)
Jón Valgarðsson (sign)
Jón Þór Guðmundsson (sign)
Gísli S. Sigurðsson (sign)
Anton Ottesen (sign)
Valdimar Þorvaldsson (sign)
Jón Allansson (sign)   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00