Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

51. fundur 03. apríl 2012 kl. 17:00 - 18:10

51. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 3. apríl 2012 og hófst hann kl. 17:00.

 

Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Ása Helgadóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Örn Arnarson, varamaður

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

Elsa Lára Arnardóttir boðaði forföll.

 

Fyrir tekið:

 

1. 1204004 - Bæjarlistamaður Akraness 2012
Tillögur um bæjarlistamann Akraness árið 2012 ræddar. Afgreiðslu frestað þar til síðar.
   
2. 1204005 - Viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2012
Verkefnastjóri lagði fram minnisblað um tilhögun viðburða á vegum Akraneskaupstaðar árið 2012. Í ljósi þess hve fjárframlög til viðburða hafa lækkað í fjárhagsáætlun þarf að endurskoða umfang og framkvæmd viðburða, einkum vegna Írskra daga. Verkefnastjóra falið að afla frekari upplýsinga um gæslukostnað og annan kostnað sem gæti fallið til.
   
3. 1203207 - Garðakaffi - samningur um rekstur 2012
Verkefnastjóri lagði fram drög að nýjum samningi um rekstur á Garðakaffi. Verkefnastjóra falið að gera ákveðnar lagfæringar á samningnum og kynna hann fyrir gagnaðila. Samningurinn skal lagður fyrir næsta fund stjórnar Akranesstofu.
   
4. 1203206 - Tjaldsvæði- samningur um rekstur 2012
Verkefnastjóri lagði fram drög að nýjum samningi um rekstur á tjaldsvæðinu við Kalmansvík, sem gildir fram til haustins 2012. Verkefnastjóra falið að gera ákveðnar lagfæringar á samningnum og kynna hann fyrir gagnaðila. Samningurinn skal lagður fyrir næsta fund stjórnar Akranesstofu.
   
5. 1008030 - Kirkjuhvoll, listasetur - starfsemi
Rætt um starfsemi Kirkjuhvols og sumarafleysingar. Einnig var rætt um framtíð Kirkjuhvols og starfseminnar þar.
   
6. 0903133 - Kútter Sigurfari - staða mála
Rætt um þá stöðu sem komin er upp varðandi Kútter Sigurfara. Á næstu mánuðum er ekki nema um tvennt að velja; að hafist verði handa við að koma kútternum í skjól og hefja viðgerðir á honum eða að fjarlægja hann af svæðinu. Forstöðumanni Byggðasafnsins er falið að gera áætlun um það hvernig standa megi að því að fjarlægja kútterinn af svæðinu.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00