Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

41. fundur 05. apríl 2011 kl. 15:00 - 18:15

41. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 5. apríl 2011 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Gunnhildur Björnsdóttir, formaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Anna Leif Elídóttir, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Guðríður Sigurjónsdóttir, varamaður
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Örn Arnarson, varamaður

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Fyrir tekið:

1.  1103093 - Bókasafn Akraness - ársskýrsla 2010
 Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður mætti til fundarins og kynnti ársskýrslur Bókasafns Akraness og Héraðsskjala- og Ljósmyndasafns Akraness.
Stjórn Akranesstofu þakkar bæjarbókaverði fyrir greinargóða ársskýrslu.
2.  1104005 - Bókasafn - fjárveiting til tækjakaupa
Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður lagði fram erindi þar sem farið er fram á kaup á tækjum og búnaði til Bókasafns Akraness.
Stjórn Akranesstofu samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs Akraness.
3.  1011005 - Starfshópur um ferðamál
Áherslur og staða verkefna.
Verkefnastjóri gerði grein fyrir þeim áherslum sem starfshópurinn lagði til grundvallar og jafnframt gerði hann grein fyrir stöðu einstakra verkefna. Um er að ræða ráðningu starfsmanns til að sinna upplýsingagjöf og ferðatengdum verkefnum, leigu á húsnæði fyrir upplýsingamiðstöð, uppfærslu vefsíðunnar visitakranes.is og útgáfu á nýju kynningarefni fyrir Akranes. Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að vinna áfram að umræddum verkefnum í samráði við starfshópinn.
4.  0906078 - Hátíðahöld og viðburðir.
Viðburðir sumarsins, undirbúningur og tilhögun.
Verkefnastjóri fór yfir viðburðina á komandi sumri. Kallað hefur verið eftir hugmyndum og aðkomu bæjarbúa og annarra áhugasamra að undirbúningi, skipulagi og framkvæmd viðburða á Akranesi, m.a. með auglýsingum. Helstu viðburðir ársins eru eftirfarandi:
Hátíð hafsins (4.-5. júní) Undirbúningur hafinn
Þjóðhátíðardagur (17. júní) Undirbúningur hafinn
Norðurálsmótið (17. - 19. júní) Undirbúningur hafinn í samráði við KFÍA o.fl.
Írskir dagar (1. - 3. júlí) Undirbúningur hafinn
Vökudagar (27. október - 6. nóvember) Hugmyndavinna í gangi
Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að vinna áfram að verkefninu í góðu samstarfi við þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum viðburðum.
5.  1103035 - Menningarráð Vesturlands - úthlutun styrkja
Verkefnastjóri gerði grein fyrir úthlutun styrkja frá Menningarráði Vesturlands til verkefna á Akranesi. Nánari upplýsingar um styrkveitingar eru á vefnum menningarviti.is.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00