Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

40. fundur 01. mars 2011 kl. 17:00 - 18:20

40. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 1. mars 2011 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Gunnhildur Björnsdóttir, formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Guðríður Sigurjónsdóttir, varamaður
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Hannesína A Ásgeirsdóttir, varamaður

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

Fyrir tekið:

1.  0903133 - Kútter Sigurfari
 Greinargerð Framkvæmdanefndar um framtíð Kútters Sigurfara GK 17 lögð fram til kynningar og umræðu.
 Stjórn Akranesstofu þakkar Framkvæmdanefnd um framtíð Kútters Sigurfara vel unnin störf og greinargóða skýrslu um með hvaða hætti skuli staðið að frekari framkvæmdum til verndar og varðveislu á skipinu.
Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til ákvarðanatöku og afgreiðslu.
   
2.  1011005 - Starfshópur um ferðamál-verkefni og áherslur
 Elsa Lára, fulltrúi Akranesstofu í hópnum, gerði grein fyrir þeim umræðum sem fram fóru á fyrsta fundi starfshóps um ferðatengda þjónustu sem haldinn var þriðjudaginn 22. febrúar sl. en þar voru m.a. skilgreind helstu forgangsverkefni hópsins. Starfshópurinn leggur til að gengið verði til samninga um leigu á húsnæði fyrir upplýsingamiðstöð og að ráðinn verði starfsmaður tímabundið til upplýsingagjafar og annarra verkefna. Einnig að vefsíðan visitakranes.is verði endurgerð og að gefinn verði út kynningarbæklingur fyrir Akranes í samstarfi Akranesstofu og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu.
Stjórn Akranesstofu samþykkir þessar tillögur starfshópsins og vísar þeim áfram til afgreiðslu bæjarráðs.
   
3.  1101201 - Akranesstofa-áherslur og verkefni
 Verkefnastjóri fór yfir þau verkefni sem unnið er að hjá Akranesstofu og það sem helst er á dagskrá á komandi vikum.
   
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00