Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

12. fundur 15. janúar 2009 kl. 17:00 - 18:10

12. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn fimmtudaginn 15. janúar 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

                               Margrét Snorradóttir

                               Hjördís Garðarsdóttir

                               Arnheiður Hjörleifsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

 

1.   Fjárhagsáætlun Akranesstofu 2009.

      Formaður kynnti tillögur að fjárhagsáætlun fyrir Akranesstofu, þar sem

      m.a. er gert ráð fyrir verulega minni umsvifum vegna hátíðahalda og

      viðburða.

      Í ljósi efnahagsástandsins er Stjórn Akranesstofu sammála

      framlögðum tillögum en ítrekar að framlög til viðburða verði

      endurskoðuð strax og efnahagsaðstæður leyfa. Verkefnastjóra er falið

      að hefja undirbúning og skipulagningu viðburða sem fyrst, ekki síst  

      Írskra daga og Vökudaga, í ljósi þessara breytinga.

 

2.   Starfshópur vegna menningarmiðstöðvar á Breið.

      Verkefnastjóri lagði fram tillögur um fulltrúa í sérstökum starfshópi  

      sem hefði það að markmiði að útfæra nánar skipulag og starfsemi

      menningarmiðstöðvar á Breið. Í hópnum eru: Bjarni Jónsson,

      Ragnheiður Skúladóttir, Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, Bjarni

      Ármannsson, Magnús H. Ólafsson, Friðþjófur Helgason, Kristján

      Kristjánsson, Gísli Gíslason, Anna Leif Elídóttir og Ólafur Páll

      Gunnarsson. Með hópnum starfar Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

      Akranesstofu.

      Stjórn Akranesstofu samþykkir tillöguna og óskar þess jafnframt að

      bæjarráð Akraness staðfesti skipan starfshópsins. Verkefnastjóra falið

      að koma slíku erindi til  bæjarráðs.

 

3.   Minnisblað vegna Landmælinga Íslands.

      Formaður lagði fram minnisblað vegna fundar sem hann sat með

      Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra LMÍ og Önnu Guðrúnu Ahlbrecht frá

      sömu stofnun. Tilefni fundarins var bréf frá LMÍ til bæjarstjórnar

      Akraness, dagsett 21. nóvember 2008, vegna framkominna hugmynda

      og greinargerðar Adolfs Friðrikssonar um rekstrarfyrirkomulag

      Safnasvæðsins í Görðum.

      Stjórn Akranesstofu ítrekar það sem fram kom á fundinum að LMÍ

      verði haldið upplýstum um framgang málsins og jafnframt að ræddir

      verði áfram ýmsir samstarfsfletir með þeim aðilum sem málið varðar.

4.   Önnur mál. 

      a.   Erindi frá forstöðumanni Bókasafns varðandi merkingar á

            hinu nýja bókasafni.

      Verkefnastjóra falið að koma sjónarmiðum stjórnar á framfæri við

      forstöðumann bókasafns.

      b.   Erindi frá forstöðumanni Bókasafns varðandi gjaldskrá

            Bókasafnsins.

      Erindinu frestað þar sem til stendur að taka upp viðræður milli

      Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um bókasafnið.

      c.   Erindi frá Safnaráði, dags. 15. 12. 2008 sem bæjarráð

            vísaði til stjórnar Akranesstofu.

Lagt fram.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00