Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

7. fundur 30. september 2008 kl. 17:00 - 19:00

7. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 30. september 2008 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.


Mættir:              Þorgeir Jósefsson, formaður

                        Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

                        Hjördís Garðarsdóttir

                        Bergþór Ólason

 

Fulltrúar Hvalfjarðarsveitar boðuðu forföll vegna aukafundar í sveitarstjórninni.

 

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir tekið:

 

1.    Menningarmiðstöðin á Breið.

  • Kom í ljós að nauðsynlegt er að vinna nánari skilgreiningu á hvað þarf að gera áður en kostnaðaráætlun er gerð.  Verkefnisstjóra Akranesstofu falið að vinna þarfagreiningu fyrir næsta reglulega stjórnarfund.
  • Tómas sagði frá kynningu á verkefninu fyrir bæjarfulltrúa, sem fram fór eftir bæjarstjórnarfund 23. september sl.

 

2.    Viskubrunnur í Álfalundi ? kynning.

  • Verkefnastjóri kynnti hugmyndir um uppbyggingu miðstöðvar til útikennslu og margvíslegrar afþreyingar í Garðalundi.
  • Stjórn Akranesstofu samþykkir að skipa starfshóp sem skal undirbúa og skilgreina verkefnið ?Viskubrunnur í Álfalundi?.  Í starfshópnum verða Vilborg Guðbjartsdóttir, Berglind Þráinsdóttir og Magnea Guðlaugsdóttir.  Verkefnisstjóri Akranesstofu starfar síðan með starfshópnum.  Stefnt að því að starfshópurinn skili af sér 30. nóvember nk.

 

3.    Vökudagar 2008 ? dagskrá og kostnaðaráætlun.

  • Verkefnastjóri fór yfir drög að dagskrá og lagði fram frumdrög að kostnaðaráætlun vegna Vökudaga 2008. 
  • Rætt um dagskrána og hvernig á að kynna Vökudagana, sérstaklega fyrir utan Akranes.

 

4.    Önnur mál

  • Hjördís tók upp málefni upplýsingarmiðstöðvarinnar.  Verkefnisstjóra og bæjarstjóra falið að kalla eiganda Café Skrúðgarður til viðræðna.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00