Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

6. fundur 02. september 2008 kl. 17:30 - 18:50

 6. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 2. september 2008 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:30.


 Mættir:             Þorgeir Jósefsson, formaður

                        Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

                        Valgarður L. Jónsson    

                        Arnheiður Hjörleifsdóttir

                        Ólafur Helgi Haraldsson varamaður

 Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

 


Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 Fyrir tekið:

 1. Menningarhúsin á Breið

Formaður gerði grein fyrir stöðu mála. HB Grandi hefur fyrir sitt leyti samþykkt samningsdrög þau sem lögð voru fram með fáeinum athugasemdum og tillögum um breytingar. Stefnt er að undirritun samningsins og kynningu verkefnisins síðar í mánuðinum.

 Stjórn Akranesstofu óskar eftir heimild bæjarráðs til að láta hanna þær breytingar sem ráðast verður í á húsunum, gerð kostnaðaráætlunar og útboðsgagna. Verkefnastjóra falið að koma slíku erindi til bæjarráðs.

 2.    Upplýsingaskilti og aðrar merkingar á Akranesi

Verkefnastjóri lagði fram tillögur um merkingar og er falið að vinna áfram að málinu, þ.m.t. gerð kostnaðaráætlunar.

 3.    Starfsmannamál

Verkefnastjóri fór yfir stöðu mála.

 4.    Vökudagar 2008

Verkefnastjóri kynnti fyrstu drög að dagskrá Vökudaga 2008 og næstu skref í skipulagi hátíðarinnar. Stjórnin hvetur áhugasama aðila sem vilja taka þátt að hafa samband við verkefnastjóra.

 5.    Uppgjör írskra daga 2008

Verkefnastjóri lagði fram uppgjör vegan Írskra daga 2008.  Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á krónur 10.500.000,-  Samkvæmt uppgjöri voru  heildargjöld vegna Írskra daga krónur 10.276.036 en kostun var krónur 600.000,- þannig að kostnaðurinn var nettó krónur 9.676.036,-.  Kostnaður vegna Írskra daga var því nokkuð innan þeirrar áætlunar sem lögð var til grundvallar.

  6.    Önnur mál

 a)      Rætt um stefnumótun Akranesstofu og stefnt að vinnudegi í kringum miðjan nóvember.

b)      Kútter Sigurfari. Formaður fór yfir stöðu mála.

  Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00