Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum

10. fundur 22. ágúst 2023 kl. 15:00 - 16:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir formaður
 • Daníel Rúnarsson aðalmaður
 • Heimir Fannar Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur

2303156

Unnið áfram að fyrirkomulagi og framsetningu efnis sem hópurinn skilar af sér við lok vinnunnar. Undirbúningur fundar með hönnunarstofum í næstu viku vegna frumhönnunar svæðisins.
Formanni starfshóps falið að undirbúa kynningu á stefnumótun fyrir svæðið fyrir fund í næstu viku með hönnunarstofunum sem fá það verkefni að vinna frumhönnun deiliskipulags Jaðarsbakkasvæðisins.

Ákveðið að útbúa samantekt á vinnu starfshópsins, s.s. hvaða aðila hópurinn hefur hitt, yfirlit helstu gagna sem nýtt hafa verið, dagsetningar funda hópsins og helstu vörður sem hefur verið náð, o.s.frv. Þetta verði fylgigagn með afurðunum sem hópnum ber að skila skv. viljayfirlýsingunni.

Rædd kynning frá starfshópnum fyrir íbúa á fyrirhuguðum íbúafundi í október n.k.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00