Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum

9. fundur 15. ágúst 2023 kl. 13:00 - 15:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir formaður
 • Daníel Rúnarsson aðalmaður
 • Guðmunda Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur

2303156

Fyrsti fundur eftir sumarfrí. Farið verður yfir stöðu mála og hvað er framundan hjá hópnum.
Rædd lokaskil hópsins og nauðsyn þess að renna aftur yfir öll gögn sem hann skilar af sér. Vinna þarf frekar í aðgerðaáætlun sem er hluti af lokaskilum hópsins og drögum að grófri tímalínu fyrir aðgerðirnar. Ákveðin var dagsetning fyrir fund með hönnunarstofum, sem valdar voru til að vinna tillögur að frumhönnun svæðisins, til að fara vel yfir helstu atriði sem komið hafa út úr vinnu starfshópsins í tengslum við stefnumótun fyrir svæðið og svara spurningum stofanna varðandi stefnumótunina. Aðrir verða í samskiptum við stofurnar varðandi skipulagsmálin. Umræður um dagskrá íbúafundar sem líklega verður haldinn í lok október n.k.

Fundi slitið - kl. 15:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00