Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum

3. fundur 18. apríl 2023 kl. 13:00 - 15:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir formaður
 • Guðmunda Ólafsdóttir aðalmaður
 • Heimir Fannar Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur

2303156

Þriðji fundur starfshóps. Farið yfir framgang verkefna frá því á síðasta fundi.
Farið yfir fundi með hagaðilum sem hafa átt sér stað milli funda starfshóps. Rætt hefur verið við sjúkaþjálfara á Akranesi og aðila sem er að skoða mögulega hönnun á hóteli á Íslandi.
Farið yfir stöðuna í stefnumótunarvinnunni, hvaða áskoranir og tækifæri eru fyrirsjáanleg og hvernig hægt er að bregðast við. Rætt um styrkleika sveitarfélagsins sem nýtast inn í svona verkefni og hvaða mögulegu umbætur væri gott að skoða nánar.
Fyrir liggja fyrstu drög að verkefnalýsingu fyrir svæðið. Farið yfir verkefnalýsinguna eins og hún lítur út í dag og rætt hvað vantar upp á. Unnið verður í verkefnalýsingunni milli funda hópsins og verður uppfærð útgáfa yfirfarin á næsta fundi.
Hjörtur Brynjarsson frá Ísold fasteignir sat hluta af fundinum sem gestur.

Fundi slitið - kl. 15:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00