Fara í efni  

Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

9. fundur 27. júní 2017 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Laufey Jónsdóttir starfsmaður bæjarskrifstofu
 • Steinunn Sigurðardóttir aðalmaður
 • Viðar Einarsson aðalmaður
 • Jóhannes Ingibjartsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - tilnefning fulltrúa FEBAN í starfshópinn

1611136

Borist hefur bréf frá stjórn FEBAN þar sem tillaga er um nýja fulltrúa í starfshópinn á vegum FEBAN.
Viðar Einarsson og Jóhannes Ingibjartsson eru tilnefndir sem fulltrúar í starfshópinn.
Staðfest að Viðar Einarsson formaður FEBAN og Jóhannes Ingibjartsson meðstjórnandi eru fulltrúar í starfshópnum.

2.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - verkefnastjóri fyrir starfshópinn

1611136

Steinunn Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að sinna ýmsum verkefnum fyrir starfshópinn.
Steinunn fór yfir hlutverk verkefnastjóra og annað fyrirkomulag.
Hlutverk hennar er að halda utan um þau verkefni sem starfshópurinn mun vinna að.

3.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - erindisbréf starfshópsins

1611136

Farið var yfir erindisbréfið og stöðu verkefnisins og næstu skref.

4.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - vinnufyrirkomulag

1611136

Farið var yfir fyrirkomulag vinnu starfshópsins og ákveðnar mikilvægar dagsetningar og skiladagur.
Samkvæmt erindisbréfi á starfshópurinn að skila verkefninu af sér í byrjun desember og mun sú dagsetning verða höfð til viðmiðunar.

5.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - íbúafundur

1611136

Umræða um hugsanlegan íbúafund um málefni 6o ára og eldri sem áætlað er að halda í september.

Ákveðið að halda íbúaþing í byrjun september. Samið verður við Ingrid Kuhlman um stjórnun og undirbúning íbúaþingsins. Steinunn verður fulltrúi starfshópsins í undirbúning íbúaþingsins.

6.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - önnur mál

1611136

Næsti fundur verður haldinn í byrjun ágúst og boðað til hans sérstaklega.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00