Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

55. fundur 25. janúar 2006 kl. 16:30 - 18:15

55. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, máiðvikudaginn 25. janúar 2006 kl. 16:30.


Mætt á fundi: Jóhanna Hallsdóttir, formaður
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Sigrún Ríkharðsdóttir
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
 Ingþór Bergmann Þórhallsson
Áheyrnarfulltrúar  Lárus Sighvatsson, skólastjóri Tónlistarskólans
 Bryndís Bragadóttir, fulltrúi kennara Tónslistarskólans
 Ragna Kristmundsdóttir fulltrúi sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar
 



Fyrir tekið:


1. Skýrsla starfshóps um Tónlistarskóla á Akranesi. Bæjarráð Akraneskaupstaðar vísaði skýrslunni til umsagnar skólanefndar. Skólanefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
?Skólanefnd hefur kynnt sér skýrslu starfshóps um Tónlistarskóla Akraness. Skólanefnd ræddi efnislega um tillögur starfshópsins og tekur undir þær í meginatriðum.
1. tillaga. Skólanefnd telur það vera álitlegan valkost að gera þjónustusamning við Tónlistarskólann þar sem bæjaryfirvöld skilgreina fjármálalegar forsendur skólans og einnig þá þjónustu sem ætlast er til að skólinn sjái um.
2. tillaga. Skólanefnd styður að gerð verði tilraun til að breyta kennslufyrirkomulagi í tónlistarskólanum fyrir ákveðinn hóp nemenda í skólanum. Skólanefnd hefði kosið að tilraunin næði til fleiri hljóðfæra og að nemendur gætu verið fleiri en tveir í kennslustund.
3. tillaga. Skólanefnd hefur áður lýst yfir stuðningi sínum við að forskólakennsla verði tekin upp á vegum Tónlistarskólans innan grunnskólanna og vonar að ekki líði á löngu þar til því verður hrint í framkvæmd.
4. tillaga. Skólanefnd er eindregið fylgjandi því að Tónlistarskólinn mæti þörfum þeirra sem ekki hyggja á langt nám og einnig getur námskeiðahald fangað nýjungar og afmarkaða þætti sem ekki er sinnt af öðrum.
5. tillaga.Skólanefnd styður að gjaldskrá taki mið af mismunandi kennsluháttum og telur að það hljóti að vakna spurningar um hvort fullorðnir eigi ekki að greiða hærra gjald en þeir sem eru á grunn- og framhaldsskólaaldri.
6. tillaga. Skólanefnd styður tillöguna og vill horfa á hana í samhengi við tillögu nr. 1.
7. tillaga. Skólanefnd styður ekki þessa tillögu. Nám við Tónlistarskólann er hluti af tómstundum og ekki ástæða til að gera sömu kröfur til þess og t.d. gilda um foreldrasamstarf leik- og grunnskólanemenda. Skólanefnd telur hins vegar að Tónlistarskólinn eigi að kalla foreldra til ef námið gengur ekki eins og vænta má. 8. tillaga. Skólanefnd tekur heilshugar undir að verklagsreglur í kringum inntöku þurfa að vera skýrar og aðgengilegar.?
 
Hver og ein tillaga var efnislega rædd á fundinum. Einnig bar margt annað á góma s.s húsnæði, hljóðeinangrun og fleira.
Bókun skólanefndar var samþykkt einróma.

 

2. Önnur mál. Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál.

 

 Fundi slitið kl. 18:15.


 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00