Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

26. fundur 04. desember 2002 kl. 17:00 - 18:20

26. fundur skólanefndar Akraness haldinn í leikskólanum Vallarseli  miðvikudaginn 4. desember  2002 kl. 17:00.

_______________________________________________________

 

Mætt á fundi: Eydís Aðalbjörnsdóttir,
 Ingþór B. Þórhallsson,
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Sigrún Ríkharðsdóttir,
 Aðalheiður Þráinsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla
 Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri
 Ólöf Linda Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Auk þeirra Pétur Óðinsson formaður framkvæmdanefndar um skólabyggingar, Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi, Lilja Guðlaugsdóttir leikskólastjóri, Brynhildur Björg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.

_______________________________________________________________

 

Fyrir tekið:


1. Málefni leikskóla.
Lilja Guðlaugsdóttir sýndi fundarmönnum leikskólann og lóð. Pétur Óðinsson sagði frá störfum framkvæmdanefndarinnar og hvaða hugmyndir væru fram komnar um hvar viðbyggingin ætti að rísa. En við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2003 var kynnt að byggja ætti þrjár deildir til viðbótar þeim sem fyrir eru, auk annars sameiginlegs rýmis. Málin rædd.

                                                        
2. Önnur mál. 

Ingþór spurði hvernig starfsfólki leikskólans litist á að fá 3ja deilda viðbót. Sigrún sagði frá því að hún ásamt leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra fóru nýlega að skoða 6 deilda leikskóla í Kópavogi. Í þeirri heimsókn kom fram að vel gengi að skipuleggja starf á þeirri stofnun. Um 30% stjórnunarviðbót fylgir 3ja deilda viðbót.  Starfsfólk leikskólans lítur þessar breytingar jákvæðum augum.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00