Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

22. fundur 25. september 2002 kl. 16:30 - 17:55

22. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16.- 18 miðvikudaginn 25. september  2002 kl. 16:30.

Mætt á fundi: Ingibjörg Barðadóttir, formaður
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
 Ingþór B. Þórhallsson,
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Sigrún Ríkharðsdóttir,
 Ólöf Linda Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
 Ingunn Ríkharðsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra
 Auk þeirra leikskólafulltrúi Sigrún Gísladóttir og menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Málefni leikskólanna.
· Sigrún Gísladóttir fór yfir rekstraráætlanir leikskólanna vegna skólaársins 2002-2003 en þær höfðu verið sendar með fundarboði.  Fram kom að alls eru 111 börn í Teigaseli, í Garðaseli 104 börn og í Vallarseli 104 börn.  Stöðugildi starfsmanna eru tæplega 60 í öllum leikskólunum.  Biðlisti er þannig að 36 börn bíða eftir vistun, flest fædd árið 2000 og 34 börn bíða eftir að fá breytingu á dvalartíma. Þess má geta að öll börn sem fædd eru 1997, búsett á Akranesi, eru í leikskólunum.
· Sigrún óskar eftir afstöðu skólanefndar til þeirrar tillögu að 50% af börnum á leikskólunum væru allan daginn.  Skólanefnd mun fjallar um erindið síðar.
· Endur- og símenntunaráætlanir leikskóla. Sigrún kynnti að skv. ákvæðum kjarasamninga ber forstöðumönnum að gera áætlanir um símenntun starfsmanna. Fyrirliggur áætlun sem leikskólafulltrúi og leikskólastjórar hafa unnið. Sigrún kynnti að nú væru tveir dagar nýttir til skipulagsvinnu á leikskólunum, annars vegar fyrsti virkur dagur eftir áramót og annar  að hausti.  Í stefnumótun sem unnin var á árinu 1999 um málefni leikskóla  var lagt til að einnig væri heimilaður námskeiðsdagur á starfstíma leikskóla.  Skólanefnd mun fjalla um málið síðar.
· Viðbygging við Vallarsel. Hafin er undirbúningsvinna vegna viðbyggingar við Vallarsel. Byggja á tvær deildir og stefnt að því að þær verði teknar í notkun haustið 2003. Einnig verður aðstaða starfsfólks bætt. Skólanefnd fagnar því að undirbúningsvinna vegna viðbyggingar er hafin.  Skólanefnd telur mjög brýnt að framkvæmdum verði hraðað eins og framast er unnt og að hægt verði að hefja starfsemi í nýju húsnæði eigi síðar en haustið 2003.  Skólanefnd óskar eftir því að jafnframt verði hugsað fyrir nýjum leikskóla í uppbyggingu nýrra hverfa.

2. Málefni gæsluvallarins.  Sigrún kynnti að gerðar hafa verið athugasemdir við gæsluvöllinn af hálfu heilbrigðisfulltrúa. Endurbætur munu kosta um eina milljón. Mjög hefur dregið úr aðsókn á gæsluvöllinn. Flestir sækja gæsluvöllin í júlí eða milli 8 og 9 börn að meðaltali, en í júní og ágúst sækja 3-5 börn gæsluvöllinn á dag.    Leikskólafulltrúi leggur til að rekstri gæsluvallar verði hætt. Talsverðar umræður voru um málið. Skólanefnd mun taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
3. Önnur mál .  Ekkert  lá fyrir undir liðnum önnur mál.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:55

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00