Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

20. fundur 04. júní 2002 kl. 17:15 - 19:00

20. fundur skólanefndar Akraness haldinn í leikskólanum Teigaseli, þriðjudaginn 4. júní  2002 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
 Jensína Valdimarsdóttir
 Ingibjörg Barðadóttir,
 Jónas Ottósson,
 Sigrún Árnadóttir,
 Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara
 Ásta Björnsdóttir, fulltrúi kennara
 Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Katrín Barðadóttir, fulltrúi leikskólakennara,
 Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og leikskólafulltrúi, Sigrún Gísladóttir.

Fyrir tekið:

1. Starfsemi leikskólans Teigasels. Guðbjörg Gunnarsdóttir kynnti starfsemi leikskólans sem starfar í anda heiltækrar skólastefnu og opins efniviðar.
2. Málefni leikskóla.

  • Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi rifjaði upp helstu verkefni sem leyst hafa verið á starfstíma þessarar skólanefndar. Í máli hennar kom fram að mörg stór skref hafa verið stigin og nefndi þar byggingu nýs leikskóla, stefnumótun í leikskólamálum, tónlistarnám leikskólabarna á Vallarseli, stuðningsaðgerðir til að fjölga leikskólakennurum og vinnu við skólanámskrárgerð.  Ákvörðun hefur verið tekin um viðbyggingu við Vallarsel. Leikskólakennurum hefur  fjölgað um 64% á síðustu fjórum árum.
  • Sigrún kynnti tillögu að endurmenntunaráætlun fyrir starfsfólk leikskóla, og lagði fram bréf   þess efnis. Skólanefnd styður  framkomna áætlun.
  • Lögð fram skýrslan ?Ársskýrsla ? Um faglegt starf á leikskólum Akraneskaupstaðar 2000-2001 og tölulegar upplýsingar frá desember 2000?.
  • Lagt fram bréf frá leikskólastjórum til bæjarráðs þar sem óskað er eftir að stöðuhlutfall deildarstjóra í sérkennslu verði endurskoðað. Bæjarráð hefur þegar fjallað um bréfið. Skólanefnd telur rétt að fjallað verði um málið af nýrri skólanefnd í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

3. Málefni grunnskóla.

  • Helga rifjaði upp helstu verkefni sem leyst hafa verið á starfstíma skólanefndarinnar sem lætur af störfum. Stærsta verkefnið hefur verið undirbúningur einsetningar, bæði hvað snýr að framkvæmdum og stefnumótun nefndar sem sem starfaði um tveggja ára skeið. Til viðbótar þessu eru nýjar stöður deildarstjóra og námsráðgjafa komnar til sögunnar í grunnskólunum. Unnin var stefnumótun gagnvart starfi sérdeildar.
  • Lögð fram skýrsla nefndar um getumikla nemendur í grunnskólum Akraness, sem skólanefnd skipaði í febrúar 2001. Í nefndinni sátu Sigrún Árnadóttir frá skólanefnd, Sigurveig Sigurðardóttir frá skólaskrifstofu, Ingleif Daníelsdóttir frá Brekkubæjarskóla og Laufey Karlsdóttir frá Grundaskóla. Skólanefnd þakkar þeim velunnin störf. Skólanefnd fer þess á leit við skólastjóra að þeir taki skýrsluna til meðferðar á hausti komandi og hefji skipulegt starf í anda skýrslunnar.
  • Skólastjórar gerðu grein fyrir niðurstöðu samræmdra prófa í 10. bekk. Niðurstöður voru eftirfarandi:

 Skóli  Íslenska  Stærðfræði  Danska Enska  Náttúrufræði 
 Brekkubæjarskóli

5,3 

5,5 

4,5 

5,1 

3,9 

 Grundaskóli

4,9 

4,7 

4,8 

5,1 

3,8 

 

  • Skólanefnd óskaði fyrr á kjörtímabilinu eftir því við skólastjóra að þeir gerðu grein fyrir hvernig skólahaldi væri háttað á þeim tímum í skólahaldinu þar sem brugðið er útaf hefðbundinni stundaskrá. Nú liggur fyrir greinargerð frá Grundaskóla og stutt í sambærilegar upplýsingar frá Brekkubæjarskóla. Skólanefnd beinir því til menningar- og skólafulltrúa að þessi gögn verði skoðuð þegar þau liggja fyrir og niðurstöður kynntar nýrri skólanefnd.

4. Önnur mál
Menningar- og skólafulltrúi þakkaði fyrir hönd skólaskrifstofunnar samstarf við skólanefndina á liðnum árum.
Formaður þakkaði skólanefnd og þeim sem setið hafa fundi skólanefndar fyrir samstarfið og árnaði nýrri skólanefnd allra heilla.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið. 

Undirritun fundarmanna:

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00