Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

15. fundur 15. október 2001 kl. 17:15 - 19:00

15. fundur skólanefndar Akraness haldinn í leikskólanum Vallarseli, mánudaginn 15. október  2001 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
 Jensína Valdimarsdóttir, ritari
 Jónas Ottósson
 Sigrún Árnadóttir
 Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara
 Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri
 Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Ásthildur Sölvadóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
 Katrín Barðadóttir, fulltrúi leikskólakennara
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri
 

Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi

Fyrir tekið:


1. Leikskólinn Vallarsel. Lilja Guðlaugsdóttir leikskólastjóri kynnti starf leikskólans og kynnti fundarmönnum aðstöðuna. Leikskólinn leggur áherslu á tónlistaruppeldi og frjálsan leik. Bryndís Bragadóttir kennari við Tónlistarskólann á Akranesi sér um tónlistarkennslu sem fram fer einu sinni í viku. Á fundinum voru lögð fram tvö bréf, annað frá foreldrafélagi Vallarsels og hitt frá Anney Ágústsdóttur fyrir hönd starfsfólks leikskólans, þar sem fram kemur  óánægja vegna þess að úthlutuðum tímum í tónlist undir leiðsögn tónlistarkennara hefur verið fækkað úr 6 niður í 4.   Starfsfólk Vallarsels hefur í samráði við slökkviliðsmenn skipulagt hvernig bregðast skuli við eldsvoða.
 

2. Málefni leikskóla. Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi fór yfir helsu atriði í skýrslu um leikskólamál. Einnig dreifði hún skóladagtölum leikskólanna. Fram kom að vinna við námskrárgerð stendur yfir á leikskólunum, er vel á veg komin og stefnt að því að henni verið lokið á þessu leikskólaári. Þá var fjallað um næstu skref í leikskólabyggingum. Sigrún Gísladóttir og Helga Gunnarsdóttir hafa skoðað nokkrar tillögur að viðbyggingum við leikskóla sem eru eins eða líkir og leikskólinn Vallarsel.  Vinna þarf að því að skilgreina rýmisþörf viðbótarbyggingar sem mundi hýsa eina deild auk bætta aðstöðu starfsmanna. Viðbygging er á dagskrá árið 2003 skv. þriggja ára áætlun bæjarstjórnar.

3. Tillaga að nýju skipuriti fyrir Akraneskaupstað. PriceWatherhouseCoopers hefur unnið nýja tillögu að skipuriti fyrir Akraneskaupstað. Breytingarnar snúa einkum þeim tveimur sviðum sem ekki voru endurskoðuð sl. haust þegar miklar skipulagsbreytingar áttu sér stað í tengslum við Akranesveitu. Í tillögunum er ekki gert ráð fyrir miklum beytingum á því sem tengist leik- og grunnskólum.  Af þessu tilefni bókaði skólanefnd eftirfarandi:  ?Skólanefnd hefur kynnt sér tillögur PriceWaterhouseCoopers. Skólanefnd telur að það fyrirkomulag sem tillagan gerir ráð fyrir varðandi vímuvarnir sé ekki málefninu til framdráttar. Forvarnir á þessu sviði þurfa að taka til víðtækari aðgerða en þeirra sem eru á vettvangi íþróttanefndar. Það fyrirkomulag sem hefur verið á Akranesi þar sem margir aðilar hafa verið kallaðir til samstarfs (félagsþjónusta, íþróttafulltrúi, æskulýðsfulltrúi, lögregla, framhaldsskóli og skólaskrifstofa) er farsælla og því telur skólanefnd að halda beri áfram á þeirri braut og að ábyrgðin verði á höndum félagsmálastjóra og menningar- og skólafulltrúa. Skólanefnd telur að tillaga um að skoða breytingar á stjórnun grunnskólanna sé allrar athygli verð en telur sig ekki í stakk búin til að taka efnislega afstöðu til hennar fyrr en allir þættir hafa verið skoðaðir.
4. Erindi frá bæjarráði
· Ályktun frá stjórn Sambands ísl sveitarfélaga um vímuefnavandann. Skólanefnd tekur undir efni ályktunarinnar.
· Hlutur foreldra i rekstarkostnaði leikskóla. Skólanefnd er fylgjandi því að sami háttur verið hafður á við hækkun leikskólagjalda og verið hefur undanfarin ár.
· Ályktanir frá Félagi leikskólakennara. Lagðar fram.
5. Önnur mál.
Ingi Steinar sagði frá að síðasti áfangi nýbyggingar   Brekkubæjarskóla
      hafi verið afhentur í dag

 

Næsti fundur er boðaður  þriðjudaginn 13. nóvember

 

Fleira ekki gert, fundi slitið. 

Undirritun fundarmanna:

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00