Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

5. fundur 07. júní 2000 kl. 17:15 - 19:00
5. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal,
Stillholti 16 ? 18, miðvikudaginn 7. júní 2000 kl. 17:15


Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
Jensína Valdimarsdóttir, ritari
Ingibjörg Barðadóttir,
Hannes Fr. Sigurðsson
Ragnheiður Runólfsdóttir
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Lilja Guðlaugsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Katrín Barðadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla,
Hrönn Jónsdóttir, fulltrúi kennara,
Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara
Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna,
Laufey Karlsdótttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir

Fyrir tekið:

1. Málefni leikskóla Akraness.

Helga Gunnarsdóttir gerði grein fyrir inntöku á leikskóla Akraness á komandi sumri og biðlista. Líkur eru á að um 30 börn fædd 1998 og fyrr verði á biðlistum eftir leikskólavistun eftir að inntöku er lokið, langflest fædd 1998.
Skólanefnd hvetur til þess að hugað verði að stækkun Vallarsels því fyrirsjáanlegt er að á komandi árum eru fámennir árgangar (70 ? 80) að útskrifast úr leikskólunum og stórir árgangar að koma inn (90 ? 100).


2. Málefni grunnskóla Akraness.
a)Skólastjórar gerðu grein fyrir stöðu í starfsmannamálum grunnskólanna.

Í Brekkubæjarskóla hætta eftirtaldir starfsmenn.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir kennari launalaust leyfi í eitt ár
Laufey Sigurðardóttir kennari hættir 31.07.2000
Heiðrún Januarsdóttir leiðbeinandi hættir 31.07.2000
Friðgerður Bjarnadóttir stuðningsfulltrúi hættir að loknu sumarl.
Brynja Jósefsdóttir stuðningsfulltrúi hættir að loknu sumarl.

Tveir kennarar verða í fæðingarorlofi næsta vetur:
Sigríður Skúladóttir og Ragnheiður H. Guðjónsdóttir

Inga Jóna Jónsdóttir sérkennari kemur til baka að loknu námsleyfi
Hallbera Jóhannesdóttir flytur frá Grundaskóla til að taka að sér bókasafn Brekkubæjarskóla.
Bryndís Sigurjónsdóttir leikskólakennari er ráðin við sérdeild. Ennþá vantar íþróttakennara og kennara til að sinna almennri bekkjarkennslu.




Eftirtaldir starfsmenn Grundaskóla hætta eða fara í leyfi:
Eygló Karlsdóttir kennari hættir 31.07.2000
Dóra Líndal kennari hættir 31.07.2000
Hallbera Jóhannesdóttir kennari flyst í Brekkubæjarsk.
Jóhanna Karlsdóttir kennari launalaust leyfi í eitt ár
Karl Ó. Karlsson kennari launalaust leyfi í eitt ár
Ragnheiður Ásgeirsdóttir kennari námsleyfi eitt ár
Rósa Einarsdóttir kennari launalaust leyfi í eitt ár
Sif Þráinsdóttir kennari hættir 31.07.2000
Sigtryggur Karlsson kennari launalaust leyfi í eitt ár
Guðríður Árnadóttir gangavörður hættir að loknu sumarl.
Hrafnhildur Sigurðardóttir gangavörður hættir að loknu sumarl.

Eygló Gunnarsdóttir verður í fæðingarorlofi til 1. mars 2001

Borghildur Jósúadóttir kemur til starfa að loknu námsleyfi. Helena Bergström og Ólöf Guðjónsdóttir koma til starfa eftir barnsburðarleyfi. Anna G. Lárusdóttir, Gunnar Sturla Hervarsson, Karl Hallgrímsson og Margrét Ákadóttir hafa verið ráðin til kennslu næsta skólaár í heilar stöður. Heiðrún Hámundardóttir hefur verið ráðin í ½ stöðu næsta skólaár.

Ennþá vantar kennara til að sinna myndmenntakennslu.
Nokkrar umræður urðu um kennaraskort.

b) Samræmd próf vorið 2000 í 10. bekkjum. Skólastjórar gerðu grein fyrir árangri nemenda og urðu talsverðar umræður um málið.

c) Skýrsla um einsetningu grunnskólanna. Skýrslan var send til umsagnar til Tónlistarskólans á Akranesi, Skólanefndar Tónlistarskólans á Akranesi, foreldraráða og foreldrafélaga grunnskólanna, og til beggja grunnskólanna. Svör hafa borist frá öllum ofangreindum aðilum utan Tónlistarskólans. Helstu athugasemdir sem borist hafa eru:
Í fysta lagi athugasemdir um viðbótarstörf kennara í kringum næðisstund og fæðismál. Skólanefnd vonast til að þær athugasemdir og álitamál verði til lykta leidd í næstu kjarasamningum.
Í öðru lagi athugasemdir um fyrirkomulag hljóðfæranáms nemenda á skólatíma. Skólanefnd vill láta reyna á tillögur starfshópsins í eitt ár og endurskoða það síðan. Málin sínu til stuðnings vill skólanefnd benda á að það fyrirkomulag sem skýrsluhöfundar leggja til hefur verið reynt vítt um land með góðri sátt allra aðila. Skólanefnd styður þær tillögur sem fram koma í skýrslunni.
Skólanefnd mun nú senda skýrsluna til umfjöllunar í bæjarráð með þeim athugasemdum sem borist hafa.

d) Innritun árgangs 1994. í Brekkubæjarskóla hafa innritast 34 nemendur og í Grundaskóla hafa innritast 43 nemendur. Gert var ráð fyrir 4 bekkjardeildum, tveimur í hvorum skóla við fjárhagsáætlunargerð. Stuðst hefur verið við það viðmið að nemendur séu að jafnaði ekki fleiri en 18 í bekk. Skólanefnd felur skólafulltrúa að ganga frá skiptingu bekkjardeilda í Grundaskóla í samráði við skólastjóra.

e) Helga Gunnarsdóttir kynnti helstu niðurstöður úr skýrslunni ?Vímuefnaneysla íslenskra unglinga ? Niðurstöður rannsókna á vímuefnaneyslu nemenda í 10. bekk á Akranesi. Nokkrar umræður urðu um málið.

f) Afmælishald vegna 120 ára skólahalds á Akranesi. Þann 1. október n.k. verða 120 ár liðin frá því að skólahald hófst á Akranesi. Skólanefnd leggur til að settur verði á laggirnar þriggja manna starfshópur sem undirbúi málþing af þessu tilefni. Þema málþingsing verði ?Samvinna heimilis og skóla?. Starfshópurinn verði þannig skipaður: Fulltrúi foreldraráða/félaga, fulltrúi kennara og fulltrúi frá skólanefnd. Menningar- og skólafulltrúi starfi með starfshópnum.

.


3. Önnur mál.
a)Helga Gunnarsdóttir dreifði Reglugerð um skólareglur í grunnskóla til fundarmanna.
b) Ingi Steinar lýsti yfir harmi sínum yfir að umræða um byggingu Brekkubæjarakóla skuli ekki vera tekin upp á skólanefndarfundi og leggur til að það verði gert á næsta fundi skólanefndar.
c) Guðrún Jóhannsdóttir spurði hvort erindisbréf væri til fyrir skólanefnd og hvert hennar hlutverk væri. Einnig hvers vegna bygging Brekkubæjarskóla og röskun sem hún veldur á skólastarfi var ekki rædd í skólanefnd áður en skrifað var undir samning um bygginguna. Hún vill einnig fá að vita hve mikið hefði kostað að flýta byggingunni þannig að hún yrði tilbúin 1.september 2001.
d) Ragnheiður Runólfsdóttir tilkynnti að hún segði af sér sem nefndarmaður í skólanefnd og þakkaði samstarfið.



Fleira ekki gert fundi slitið.


Undirritun fundarmanna.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00