Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

276. fundur 08. janúar 2026 kl. 16:00 - 18:00
Nefndarmenn
  • ónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir Sviðsstjóri
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir Sviðsstjóri

 

1. 2512-5267 - KFÍA - Knattspyrnuæfingar á leikskólatíma 2025-2026

Mat á verkefninu knattspyrnuæfingar á leikskólatíma kynntar fyrir skóla- og frístundaráði. Niðurstöður könnunar.

Sviðsstjóri kynnir niðurstöður viðhorfskönnunar um knattspyrnuæfingar á leikskólatíma. Heilt yfir gafst verkefnið vel og þátttakendur jákvæði fyrir áframhaldandi þróun þess, að teknu tilliti til tímasetninga, fjölda barna og aukinni upplýsingagjöf til foreldra. Niðurstöður könnunarinnar voru nýttar til breytinga á útfærslu verkefnisins af hálfu Knattspyrnufélags ÍA. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs lýsa yfir ánægju með framgang verkefnisins og vilja færa öllum sem að því standa lof fyrir vönduð vinnubrögð og lausnamiðaða nálgun.

2. 2601-0106 - Tómstundaframlag nýting 2025

Greining á nýtingu tómstundaframlags fyrir árið 2025 lögð fram til kynningar.

Sviðsstjóri kynnir greiningu á nýtingu tómstundaframlagsins fyrir árið 2025. Skóla- og frístundaráð fagnar því hve vel börn og ungmenni hafa nýtt tómstundaframlag kaupstaðarins á síðastliðnu ári. Samanlagt nýtingahlutfall árganga var um 84%, sem jafngildir um sjö prósenta aukningu milli ára. Um árabil hefur þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi verið með því hæsta á landsvísu, og er því sérstaklega ánægjulegt að sjá enn frekari aukningu. Gögnin benda til þess að tilkoma tómstundaframlags fyrir 5 ára börn, ásamt opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar, hafi haft jákvæð áhrif á þessa þróun.

3. 2601-0165 - Farsældardagur Vesturlands 2025 - niðurstöður

Drög að niðurstöðum eftir Farsældardag Vesturlands sem haldinn var 18. nóvember s.l. í Borgarnesi.

Lagt fram til kynningar.

4. 2601-0137 - Verkefnaskrá Akraneskaupstaðar - reglubundin yfirferð

Umræða um verkefnaskrá Akraneskaupstaðar.

Skóla- og frístundaráð er ánægt með framgang verkefna á árinu 2025 og þakkar fyrir yfirferðina.

5. 2601-0028 - ÍA - rekstur. samskipti og samningur 2026

Núgildandi Þjónustusamningur milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness rennur út í árslok 2026. Umræða um skipulag og fyrirkomulag vinnu við endurskoðun og skipan fulltrúa Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Heiðar Mar Björnsson framkvæmdastjóri íþróttabandalags Akraness situr fundin undir dagskrárliðum 5 og 6.

Fulltrúar í skóla- og frístundaráði sitja fyrir hönd Akraneskaupstaðar í vinnuhópi um endurskoðun á þjónustusamningi milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Framkvæmdarstjóri og fulltrúi stjórnar sitja fyrir hönd Íþróttabandalagsins. Ráðgert er að vinnan hefjist á næsta skipulagða fundi skóla- og frístundaráðs.

6. 2601-0166 - Íþróttabandalag Akraness - ósk um afnotum af öllu húsnæði Kirkjuhvols

Íþróttabandalag Akraness óskar eftir afnotum af öllu húsnæði Kirkjuhvols þegar Brekkubæjarskóli hættir notkun á húsinu.

Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu í skipulags- og umhverfisráði. Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Heiðar Mar víkur af fundi.

 

Fundi slitið, fundargerð samþykkt og undirrituð rafrænt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu