Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Leikskólamál - Valkostagreining 2025
2511082
Sameiginleg umfjöllun skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs um valkostagreiningu varðandi framtíðarskipulag leikskólahúsnæðis í tengslum við fjárfestingar og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins.
Anna Sólveig Smáradóttir, Sædís Alexía Sigurmundsdóttir fulltrúar í skipulags- og umhverfisráði og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Ásamt leikskólastjórunum; Anney Ágústsdóttur, Ingunni Sveinsdóttur, Írisi Sigurðardóttur og Vilborgu Valgeirsdóttur.
Anna Sólveig Smáradóttir, Sædís Alexía Sigurmundsdóttir fulltrúar í skipulags- og umhverfisráði og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Ásamt leikskólastjórunum; Anney Ágústsdóttur, Ingunni Sveinsdóttur, Írisi Sigurðardóttur og Vilborgu Valgeirsdóttur.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir gott samtal. Sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og skipulags- og umhverfissviðs er falið að vinna málið áfram.
2.Grundasel - Loftgæði
2510171
Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri kynnir fyrir skóla- og frístundaráði úttekt Verkís á húsnæði Grundasels.
Skóla- og frístundaráð þakkar Arnóri Má Guðmundssyni fyrir góða yfirferð. Skýrsla Verkís staðfestir galla í rakavarnarlagi en þakviðir og steinull sem sáust við skoðun voru öll heil og þurr.
3.Klifurfélag ÍA - húsnæði og starfsemi
2506017
Samtal við fulltrúa Klifurfélags Akraness þá Sturla Má Guðmundsson og Guðmund Þór Valsson, vegna flutninga félagsins í íþróttahúsið á Vesturgötu.
Líf Lárusdóttir, Valgarður L. Jónsson og Ragnar B. Sæmundsson fulltrúar í bæjarráði sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Heiðar Mar Björnsson framkvæmdarstjóri Íþróttabandalags Akraness og Daníel S. Gald forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja sitja fundinn undir dagskrárliðum 3 til 5.
Líf Lárusdóttir, Valgarður L. Jónsson og Ragnar B. Sæmundsson fulltrúar í bæjarráði sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Heiðar Mar Björnsson framkvæmdarstjóri Íþróttabandalags Akraness og Daníel S. Gald forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja sitja fundinn undir dagskrárliðum 3 til 5.
Skóla- og frístundaráð þakkar gestum fyrir gott samtal. Sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamála- og íþróttamannvirkja er falið að eiga áframhaldandi samstarf við klifurfélagið um aðbúnað og starfsemi félagsins í íþróttahúsinu á Vesturgötu.
4.Beiðni ÍA um samstarf til að bæta auglýsingarmöguleika í íþróttahúsum Akraneskaupstaðar
2510044
Mál tekið upp frá síðasta fundi ráðsins.
Skóla- og frístundaráð tekur undir með Íþróttabandalagi Akraness að notkun LED auglýsingaskilta sem nýtist á keppnisleikjum sé spennandi kostur til að bæta upplifun áhorfenda og skapa tækifæri til tekjuöflunar fyrir aðildarfélög ÍA. Ásamt því að draga úr áreiti auglýsinga fyrir nemendur, iðkendur og gesti á almennum tímum í íþróttamannvirkjunum.
Að lokinni ítarlegri yfirferð telur skóla- og frístundaráð ekki unnt að verða við beiðni ÍA um fjármögnun í formi láns en hömlur eru á slíku skv. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Að lokinni ítarlegri yfirferð telur skóla- og frístundaráð ekki unnt að verða við beiðni ÍA um fjármögnun í formi láns en hömlur eru á slíku skv. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
5.Beiðni vegna uppsetningar Spiideo myndavélar í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum
2511083
Beiðni frá Íþróttabandalagi Akraness um uppsetningu Spiideo myndavélar í íþróttasal íþróttahússins á Jaðarsbökkum. Málinu er vísað frá skipulags- og umhverfisráði til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði.
Skóla- og frístundaráð setur sig ekki upp á móti uppsetningu Spiideo myndavélar svo framarlega sem hún uppfyllir lög og reglurgerðir og að tryggt sé að hún verði vel merkt og eingöngu í notkun í sérstökum tilgangi við æfingar og keppni.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir því við Íþróttabandalag Akraness að mótaðar verði reglur um notkun slíkra myndavéla í mannvirkjum Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir því við Íþróttabandalag Akraness að mótaðar verði reglur um notkun slíkra myndavéla í mannvirkjum Akraneskaupstaðar.
6.Vinnuskólinn 2025
2501137
Jón Hjörvar Valgarðsson og Jón Arnar Sverrisson leggja fram skýrslu Vinnuskólans 2025.
Skóla- og frístundaráð þakkar Jóni Hjörvari og Jóni Arnari fyrir greinargóða kynningu og samantekt á störfum og stöðu vinnuskólans 2025. Sviðsstjóra er falið að stofna vinnuhóp með starfsfólki af skóla- og frístundasviði og skipulags- og umhverfissviði til að vinna áfram með tillögur til breytinga á vinnuskólanum.
7.Útilistaverk Akraneskaupstaðar - Fjármagn til viðhalds
2511053
Akraneskaupstaður á fjölda útilistaverka og vegglistaverka, staðsett víðsvegar um bæinn.
Til að tryggja að þessi verk njóti viðeigandi verndar og að almenningur hafi aðgang að þeim við góðar aðstæður er, að mati menningar- og safnanefndar, nauðsynlegt að setja fast fjármagn í reglubundið viðhald þeirra.
Verkefnastjóri menningarmála lagði fram áætlun og rökstuðning um reglulegt viðhald fyrir menningar- og safnanefnd sem var samþykkt á fundi þeirra þann 12.11.2025.
Málinu vísað til mennta- og menningarráðs til upplýsingar og til afgreiðslu hjá Bæjarráði.
Til að tryggja að þessi verk njóti viðeigandi verndar og að almenningur hafi aðgang að þeim við góðar aðstæður er, að mati menningar- og safnanefndar, nauðsynlegt að setja fast fjármagn í reglubundið viðhald þeirra.
Verkefnastjóri menningarmála lagði fram áætlun og rökstuðning um reglulegt viðhald fyrir menningar- og safnanefnd sem var samþykkt á fundi þeirra þann 12.11.2025.
Málinu vísað til mennta- og menningarráðs til upplýsingar og til afgreiðslu hjá Bæjarráði.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindi menningar- og safnanefndar um að tryggja fjármagn til að verja og viðhalda útilistaverkum Akraneskaupstaðar.
8.Framtíð sunds og fótbolta á Jaðarsbökkum
2510054
Erindisbréf starfshóps fyrir skipulag á jaðarsbökkum lagt fram.
Gestir
Gestir
Lagt fram til kynningar.
9.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.
2505217
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn þriðjudaginn 11. nóvember sl.
Málið verður til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs þann 20. nóvember nk. sem og á fundum annarra fagráða Akraneskaupstaðar.
Málið verður til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs þann 20. nóvember nk. sem og á fundum annarra fagráða Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 20:00.





