Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

214. fundur 19. apríl 2023 kl. 08:00 - 11:00 í Brekkubæjarskóla
Nefndarmenn
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Elsa Lára Arnardóttir varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
Starfsmenn
 • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Brekkubæjarskóli - starfsemi

2304063

Elsa Lára Arnardóttir aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Elsu Láru Arnardóttur fyrir móttökurnar og greinargóða kynningu á starfsemi Brekkubæjarskóla.

2.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar

2203198

Útfærsla á aðgengi í sal vegna endurnýjunar 1.hæðar í Brekkubæjarskóla. Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóra áhaldahúss situr fundinn undir þessum lið ásamt Elsu Láru Arnardóttur aðstoðarskólastjóra Brekkubæjarskóla.
Skóla- og frístundaráð þakkar Alfreð fyrir góða kynningu. Ráðið leggur áherslu á að aðgengi fyrir alla sé tryggt og tekur jákvætt í hugmyndir um lyftu við sal skólans frekar en ramp.
Elsa Lára Arnardóttir og Alfreð Alfreðsson víkja af fundi.

3.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun

2209178

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að ganga frá reglum um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem ræddar voru á fundinum og vísar drögum að endurbættum reglum til bæjarráðs.

4.Sumarnámskeið barna 2023

2304064

Kynning á fyrirkomulagi sumarnámskeiða sumarið 2023. Sú breyting verður á að frístundaheimili grunnskólanna, Brekkusel og Grundasel, opna eftir Verslunarmannahelgi fyrir nemendur í 1. og 2. bekk.
Skóla- og frístundaráð telur breytingar á fyrirkomulagi sumarnámskeiða vera í samræmi við stefnu Akraneskaupstaðar um barnvænt sveitarfélag.

5.Skipurit Akraneskaupstaðar 2022

2111039

Bæjarráð samþykkir tímabundna tilfærslu Guðlaugar frá skrifstofu sveitarfélagsins til skóla- og frístundasviðs og að dagleg stjórn og ábyrgð á starfseiningu Guðlaugar verði á hendi forstöðumanns íþróttamannvirkja.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundir um úthlutun og ráðstöfun fjármuna fyrir alla í grunnskóla

2303162

Elsa Lára Arnardóttir aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram í samráði við skólastjórnendur.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00