Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

205. fundur 07. desember 2022 kl. 08:00 - 11:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Guðrún Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
Starfsmenn
 • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
 • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
 • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Grundaskóli - húsnæðismál 2022

2209003

Staða húsnæðismála Grundaskóla.

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði situr fundinn undir þessum lið ásamt áheyrnarfulltrúum grunnskólanna.
Ásbjörn Egilsson og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla fóru yfir stöðu húsnæðismála í Grundaskóla.

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að útvegaðar verði tvær lausar kennslustofur til viðbótar til að mæta þörfum vegna fjölda nemenda í 5. og 7. bekk skólans.
Ásbjörn víkur af fundi.

2.Ungmennaráð og þátttaka barna í starfi sveitarfélaga

2209294

Erindi vegna barnvæns samfélags. Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarna og frístunda situr fundinn undir þessum lið ásamt áheyrnarfulltrúum grunnskólanna.
Lagt fram.
Skóla- og frístundaráð tekur undir mikilvægi þess að efla starf umgmennaráðs og auka aðkomu barna- og ungmenna til þátttöku í stefnumótun og ákvarðanatöku innan sveitarfélagsins. Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna með ungmennaráði og verkefnstjóra innleiðingar á Barnvænu sveitarfélagi tillögur að verklagi sem eykur samtal ungmennaráðs og skóla- og frístundaráðs.

3.Vinnuskóli Akraness - bæjarstjórn unga fólksins

2211124

Heiðrún Janusardóttir og áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir málefnalegar ábendingar er varða Vinnuskóla Akraness og felur Heiðrúnu Janusardóttur verkefnastjóra forvarna og frístunda að taka erindið inn í heildarendurskoðun á starfsemi Vinnuskólans sem hún og Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóra vinna að um þessar mundir.

4.Þátttaka barna - bæjarstjórn unga fólksins

2211127

Heiðrún Janusardóttir og áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð tekur undir mikilvægi lýðræðislegra vinnubragða í starfi með börnum og ungmennum samanber bókun við lið 2.

5.Heilsuefling utanhúss - bæjarstjórn unga fólksins

2211128

Heiðrún Janusardóttir og áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð vísar málinu til frekari úrvinnslu í skipulags- og umhverfisráði.

6.Samræmd móttaka flóttafólks

2209282

Upplýsingar um stöðu flóttafólks á Akranesi.

Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs, Heiðrún Janusardóttir og áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Sveinborg kynnti fyrir ráðinu tölulegar upplýsingar varðandi komu flóttafólks til Akraness það sem af er ári.
Sveinborg, Heiðrún og áheyrnarfulltrúar grunnskólanna víkja af fundi.

7.Erindi frá Sundfélagi Akraness

2212064

Erindi vegna lokunnar á sundlauginni á Jaðarsbökkum fyrir almenningi tímabundið virka daga. Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir ósk Sundfélags Akraness um lokun á sundlauginni á Jaðarsbökkum fyrir almenningi vegna æfinga, á milli kl. 15:00-17:00 virka daga frá 1. janúar til 31.maí 2023. Heitir pottar og önnur aðstaða verður áfram opin almenningi á þessum tíma.

Um er að ræða tilraunaverkefni til að auka möguleika á fjölbreyttari æfingum fyrir breiðari hópa og fá þannig betri nýtingu á bæði Jaðarsbakkalaug og Bjarnalaug. Forstöðumaður íþróttamannvirkja telur þennan tíma henta vel þar sem lítil nýtingin er á sundlauginni á þessum tíma virka daga.
Daníel og Guðmunda víkja af fundi.

8.Uppbygging við Jaðarsbakka

2211263

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð fagnar framkomnum hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðaþjónustu við Jaðarsbakka. Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að gerð verði viljayfirlýsing við málsaðila varðandi uppbyggingu á svæðinu.
Sævar Freyr víkur af fundi.

9.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun

2209178

Skóla- og frístundaráð samþykkir drög að nýjum reglum um niðurgreiðlsu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum með þeim breytingum sem um var rætt á fundinum og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

10.Fundargerðir 2022 - menningar- og safnanefnd

2201006

Fundargerð lögð fram.

11.Hinsegin Vesturland 2022 - fræðslusamningur o.fl.

2202102

Ósk Hinsegin Vesturland um að gerður verði fræðslusamningur við samtökin.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vnna málið áfram.

12.Styrkir til menningar- og íþróttamála 2021

2011109

Endurskoðun á reglum.
Skóla- og frístundaráð samþykkir drög að nýjum reglum um styrki á sviði menningar og íþrótta með þeim breytingum sem um var rætt.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00