Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

165. fundur 29. júní 2021 kl. 16:00 - 18:15 í Þorpinu, Þjóðbraut 13
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðjón Snær Magnússon áheyrnarfulltrúi ungmenna
  • Ívar Orri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Kynning á samningi milli Akraneskaupstaðar og ÍA sem bæjarráð samþykkti á 3462. fundi sínum.

Samningurinn er með gildistíma út árið 2021 en gert ráð fyrir að vinnu vegna framlengingar samningsins verði lokið að hálfu samningsaðila fyrir áramótin.

Fundur fer fram bæði á staðnum sem og í fjarfundi.

Marella Steinsdóttir formaður ÍA og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA komu inn á fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu og fagnar nýjum samningi Akraneskaupstaðar við ÍA.

Marella og Guðmunda víkja af fundi.

2.Knattspyrnufélag ÍA - rekstrarleyfi á Aggapalli

2106092

Erindi frá bæjarráði frá 3462. fundi með beiðni um umsögn skóla- og frístundaráðs vegna umsóknar Knattspyrnufélags ÍA um rekstrarleyfi á veitingastað í flokki ll - E kaffihús, sem yrði staðsett á Aggapalli.
Skóla- og frístundaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu vínveitingaleyfis sem afmarkast við Aggapall en leggur áherslu á góða umgengni og viðeigandi gæslu.

3.Skátafélag Akraness - samstarfssamningur

2005083

Kynnt drög að samningi Akraneskaupstaðar við Skátafélag Akraness. Bæjarráð fjallaði um samninginn á 3462. fundi sínum og var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Lagt fram.

4.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2106097

Umsókn um námvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags.
Skóla- og frístundaráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

5.Ungmennaráð 2021

2104146

Framhaldsumræða um frístundastarf 16 - 25 ára á Akranesi.
Stefnumót ungmennaráðs við skóla- og frístundaráð.
Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri í Þorpinu, Helgi Rafn Bergþórsson, Ylfa Örk Davíðsdóttir, Guðjón Snær Magnússon, Helena Rut Káradóttir og Ísak Emil Sveinsson fulltrúar ungmennaráðs Akraneskaupstaðar sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að fylgja eftir umræðu sem fór fram á fundinum m.a. við skipulags- og umhverfissviðs.

Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, FES og VJ).

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00