Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

124. fundur 18. febrúar 2020 kl. 16:00 - 18:00 í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Sigrún Þorbergsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Anna Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
 • Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
 • Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja
 • Flosi Einarsson varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Nýr leikskóli- Skógarhverfi

1910064

Kynning á útboði á nýjum leikskóla.
Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla, Flosi Einarsson varaáheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskóla, Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Grundaskóla, Sigrún Þorbergsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í Brekkubæjarskóla, Anna Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í Grundaskóla, Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Páli Harðarsyni kynningu á fyrirhuguðu útboði á nýjum leikskóla í Skógarhverfi.

2.Stofnanalóðir 2020

1901193

Kynning á áætlunum um viðhald og endurnýjun á leik- og grunnskólalóðum.
Áheyrnarfulltrúar leik- og grunnskólanna sitja áfram undir þessum lið.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Sindri Birgisson umhverfisstjóri kynna áætlunina.

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynningu á áætlunum um viðhald og endurnýjun lóða leik- og grunnskólanna.

Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.

3.Guðlaug - aðstaða

1807092

Forstöðumaður íþróttamannvirkja fer yfir fyrsta starfsár í rekstri Guðlaugar á Jaðarsbökkum.
Ágústa Rósa Andrésdóttir forstöðumaður iþróttamannvirkja tekur sæti á fundinum.

Skóla- og frístundaráð þakkar forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir góða kynningu á rekstri Guðlaugar fyrsta starfsárið.

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna í samstarfi við forstöðumann og viðeigandi aðila að frekari þróun reksturs Guðlaugar.
Óskað er eftir að forstöðumaður kynni fyrir skóla- og frístundaráði í apríl áætlunum um vor og sumaropnun Guðlaugar.

4.Starfsemi íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar

1809115

Forstöðumaður íþróttamannvirkja kynnir stöðu íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar.
Ágústa víkur af fundi eftir þennan lið.

5.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs 2020

2002139

Áherslur í úthlutun þróunarsjóðs skóla- og frístundasviðs árið 2020.
Skóla- og frístundaráð ákveður að setja eftirfarandi verkefni í forgang; foreldrarsamstarf og samstarf á milli skólastiga.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00