Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

123. fundur 04. febrúar 2020 kl. 16:00 - 18:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Liv Aase Skarstad varamaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Guðrún Hjörleifsdóttir varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks grunnskóla
  • Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Skóladagatal skólaárið 2020-2021

2001264

Skóladagatal grunnskólanna fyrir árið 2020 - 2021 lagt fram til staðfestingar.
Arnbjörg Stefánsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hjördís Dögg Grímarsdóttir og Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúar skólastjórnenda sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð staðfestir framlagt skóladagatal grunnskólanna á Akranesi fyrir skólaárið 2020 - 2021.

2.Skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstaða fyrir starfsmenn og kennara

1905270

Umfjöllun um aðstöðumál KFÍA, starfsmanna íþróttamannvirkjanna og kennara á Jaðarsbökkum .
Sigurður Þór Sigursteinsson framkvæmdastjóri KFÍA, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍA, Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja og Alfreð Alfreðsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði sátu fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að viðunandi lausn finnist á aðstöðumálum á Jaðarsbökkum sem nýtist starfsmönnum íþróttamannvirkjanna, íþróttakennurum grunnskólanna og íþróttafélögum þar til ný mannvirki rísa.
Skóla- og frístundaráð vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði.

3.Knattspyrnumyndir í Akraneshöll - Íslands-, og bikarmeistarar karla og kvenna frá 1946

2002005

Erindi frá Haraldi Sturlaugssyni um uppsetningu á knattspyrnumyndum í Akraneshöll.
Sigurður Þór Sigursteinsson framkvæmdastjóri KFÍA, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍA, Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja og Alfreð Alfreðsson verkefnastjóri á skipulags- og umvherfissviði sátu fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð fagnar höfðinglegu boði Haraldar Sturlaugssonar og vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

4.Málefni Sundfélags Akraness - Sund í heilsueflandi samfélagi

2001127

Bæjarráð vísaði erindi sundfélags Akraness til umfjöllunar í Skóla- og frístundaráði.
Skóla- og frístundaráð fagnar árangri Sundfélags Akraness og bendir á að í fyrirhuguðum tillögum um uppbyggingu á Jaðarsbökkum er tillaga um 50m laug. Ráðið vísar tillögum Sundfélagsins inn í ákvarðanatökuferli um áfangaskiptingu í uppbyggingu á Jaðarsbökkum.

5.Vinnustaðagreining Akraneskaupstaðar 2019

1911062

Kynning á niðurstöðum vinnustaðagreiningar á skóla- og frístundasviði.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynningu á niðurstöðum vinnustaðagreiningar á skóla- og frístundasviði.

6.Erindisbréf og reglur - endurskoðun

1610064

Samkvæmt 28. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, staðfestir bæjarstjórn erindisbréf fyrir ráð, stjórnir og nefndir. Fyrir liggja erindisbréf Skóla- og frístundaráðs, Skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóra Skóla- og frístundasviðs.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Vinnuskóli

1906109

Kynntar tillögur fulltrúa Þorpsins, grunnskólanna og Ungmennaráðs Akraness á útfærslum á vinnuskólanum.
Erindi þess efnis var vísað til umrædds hóps á sameiginlegum fundi skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir umsögn um framtíðarskipulag Vinnuskólans frá skólastjórum grunnskólanna, verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnarmála og ungmennaráðs og vísar gögnum til frekari umræðu í skipulags- og umhverfisráði.

8.Bæjarstjórn unga fólksins 2019 - Framhaldsumræða.

1908147

Umræða um eftirfylgd erinda frá Bæjarstjórnarfundi unga fólksins.
Skóla- og frístundaráð telur að bæjarstjórnarfundur unga fólksins hafi verið góður og gagnlegur og leggur til að einstaka erindi komi til umfjöllunar í ráðinu eftir því sem tilefni gefst til.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00