Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

75. fundur 30. janúar 2018 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þórður Guðjónsson formaður
 • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Árskýrslur leikskóla 2017

1801117

Leikskólastjórnendur á Akranesi leggja árlega fram til kynningar í Skóla- og frístundaráði, ársskýrslu leikskóla.
Skóla- og frístundaráð þakkar leikskólastjórum fyrir framlagðar ársskýrslur.
Lagt er til að endurskoðun fari fram á efnisþáttum í ársskýrslu leikskóla og unnið að samræmdu verklagi.

Formaður Þórður Guðjónsson tekur sæti á fundinum kl. 16:55.
Áheyrnarfulltrúar Anney og Þórdís Árný víkja af fundi kl. 17:00.

2.Gjaldskrár skóla- og frístundasviðs árið 2018

1710094

Lögð fram tillaga að sameinaðri gjaldskrá fyrir allt dagstarf í Þorpinu.
Áheyrnarfulltrúi Heiðrún Janusardóttir tekur sæti á fundinum kl. 17:00.

Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu að sameiginlegri gjaldskrá fyrir allt dagstarf í Þorpinu. Ekki er um kostnaðaraukningu að ræða.

3.Tillaga að breytingum á reglum um tómstundaframlag Akraneskaupstaðar

1801252

Tillaga að breytingum á reglum lögð fram.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu að breytingum á reglum um tómstundaframlag.

Áheyrnarfulltrúi Heiðrún víkur af fundi kl. 17.45.

4.Dalbraut 6 - þrif á æfingaaðstöðu FIMA

1801209

Erindi frá Fimleikafélagi Akraness varðandi þrif á Dalbraut 6.

Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa erindi FIMA til bæjarráðs og leggur til að Akraneskaupstaður greiði FIMA styrk til þrifa meðan starfsemi þeirra er að Dalbraut 6.

5.Aðgerðaáætlun ÍA gegn hvers kyns ofbeldi

1801280

Viðbrögð Skóla- og frístundaráðs við umræðu um kynferðisbrot og kynferðisleg og kynbundin áreitni í starfi íþróttafélaga.
Skóla- og frístundaráð leggur til að fulltrúi ÍA komi inn á fund ráðsins og kynni þá vinnu sem þegar er hafin hjá félaginu varðandi jafnréttisstefnu og áætlun um gerð verkferla og aðgerðir gegn hvers kyns ofbeldi eins og einelti, kynferðisbrotum og kynferðislegu og kynbundnu áreitni.

Sviðsstjóra er jafnframt falið að fá sambærilegar kynningar frá öðrum félagasamtökum sem fá styrki frá Akraneskaupstað vegna barna- og unglingastarfs.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00