Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

69. fundur 19. september 2017 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þórður Guðjónsson formaður
 • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir varamaður
 • Jóhannes Karl Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Sundfélag Akranes - ungbarnasund og auglýsingaskilti

1709072

Erindi frá Sundfélagi Akraness
Áheyrnarfulltrúi Hörður Jóhannesson tók sæti á fundinum.

Erindinu um ungbarnasund er vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 og skoðað verði hvort svigrúm er til að auka opnunartíma íþróttamannvirkja.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra í samvinnu við forstöðumann íþróttamannvirkja og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að finna lausn með Sundfélagi Akraness á því að félagið standi jafnfætis öðrum íþróttafélögum til öflunar fjár til reksturs starfsemi sinnar með auglýsingum.

Hörður víkur af fundi kl. 17:30

2.Gjaldskrá frístundastarfs

1709080

Umræða um gjaldskrá og opnunartíma frístundar í grunnskólunum og Þorpinu.
Áheyrnarfulltrúar Arnbjörg Stefánsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson og Heiðrún Janusardóttir tóku sæti á fundinum kl. 17:30.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að lágmarkstímar til dvalargjalds í frístund á Akranesi verði 20 tímar.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að opnunartími frístundaheimila á starfs- og viðtalsdögum verði samræmdur og verði opin á öllum skipulags- og viðtalsdögum eins og aðra daga, umsjónarmönnum frístundar falið að útfæra starfsemina þessa daga.
Skóla- og frístundaráð samþykkir jafnframt að það fari fram heildarendurskoðun á starfsemi frístundaheimila á Akranesi fyrir 1. - 4. bekk, taki endurskoðunin mið af fyrri reynslu, lögum um frístundastarf og gæðviðmiðum fyrir frístundastarf.
Endurskoðunin verði lokið í apríl 2018.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00