Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

62. fundur 06. júní 2017 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Kjarasamningar félags grunnskólakennara - Bókun 1

1701115

Kjarasamningur kennara - Bókun 1
Grunnskólarnir á Akranesi hafa skilað umbótaáætlun til sviðsstjóra í samræmi við ákvörðun samstarfsnefndar um kjarasamninginn. Skýrslu og umbótaáætlunum verður skilað til samstarfsnefndar sem síðar mun gera sáttasemjara grein fyrir niðurstöðunum á landsvísu.
Skóla- og frístundaráð fagnar góðri vinnu sem farið hefur fram í skólunum vegna bókunar 1 og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við starfsfólk skólanna.

2.Brekkubæjarskóli - upphaf skóladags

1705219

Kynnt minnisblað frá skólastjóra Brekkubæjarskóla um tímasetningu á upphafi skóladags næsta skólaár sem verði kl. 08:10 eins og var á liðnu skólaári.
Lagt fram.
Sigurður Arnar og Hallbera viku af fundi kl. 18:00.

3.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga 2017

1705108

Úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundamála.
Umsóknir hafa borist um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3-18 ára. Styrktímabil er frá 1. janúar - 31. desember á umliðnu ári.
Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að veita styrki til íþrótta- og tómstundafélaga sem hafa lykilhlutverk við að halda uppi öflugu starfi fyrir börn og ungmenni á Akranesi.
Styrkjunum er úthlutað samkvæmt viðmiðunarreglum.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu um úthlutun og vísar til staðfestingar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00