Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

53. fundur 17. janúar 2017 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Þórður Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Nýgerður kjarasamningur kennara.

1611053

Kynning á nýgerðum kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara sem gildir frá 1. des. 2016 - 30. nóv. 2017.
Bókun 1 í kjarasamningi segir:

Í kjarasamningum 2014 voru gerðar breytingar á starfsumhverfi kennara og vinnumat innleitt í grunnskólum. Samningsaðilar eru sammála um að framkvæmd breytinganna hafi ekki tekist sem skyldi í mörgum grunnskólum og því verði hverju sveitarfélagi falið að fara yfir framkvæmdina ásamt fulltrúum kennara í hverjum skóla. Markmið slíkrar vinnu er að bæta framkvæmdina þar sem þörf er á og ná sátt um starfsumhverfið. Beina skal sjónum að innra starfi skóla og þeim verkefnum sem grunnskólinn sinnir, tryggja að kennsla og undirbúningur séu forgangsverkefni í skólastarfi og létta álagi af kennurum þar sem við á. Verkefnið skal unnið á samningstímanum í samræmi við vegvísi að aðgerðaráætlun sem samstarfsnefnd aðila mun leggja fram í janúar 2017.
Samstarfsnefnd aðila tekur saman niðurstöður þessarar vinnu fyrir lok samningstímans.
Samningsaðilar munu gera ríkissáttasemjara grein fyrir framgangi þessarar bókunar þrisvar á
samningstímanum; fyrir 20. janúar 2017, fyrir 15. maí 2017 og fyrir 15. september 2017.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi bókunarinnar.
Steinar Adólfsson víkur af fundi.

2.Námsvist utan lögheimilssveitarfélags

1609144

Trúnaðarmál til kynningar

3.Tómstundaráðgjöf fyrir 60 ára tilraunaverkefni

1701200

Kynning á bréfi um þróunarverkefni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og frá sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs um samstarfsverkefni milli velferðar-og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs í samvinnu við íþróttafulltrúa ÍA.
Þróunarverkefnið felst í því að veita íbúum, eldri en sextíu ára og eru ekki á vinnumarkaði, tómstundaráðgjöf til þess að aðstoða þá við að nota frítíma sinn á uppbyggjandi hátt og þar með auka lífsgæði þeirra.
Sviðsstjórar skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs ásamt verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnarmála, verkefnastjóra heimaþjónustu og Íþróttafulltrúi ÍA munu leiða verkefnið og þróa en samstarfsaðili verður FEBAN, Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni.

4.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs úthlutun 2016

1601061

Á árinu 2015 ákvað bæjarstjórn að leggja árlega kr. 3.500.000 í nýjan Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs. Tilgangurinn með þróunarsjóðnum er að styðja við þróunar- og nýsköpunarstarf á sviði skóla- og frístunda á vegum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að starfsemin verði í sífelldri þróun í takt við breytingar í umhverfi og samfélagi. Skóla- og frístundasviði tilheyra skólaþjónusta skóla, leikskólar, grunnskólar, Tónlistarskólinn á Akranesi, frístundamiðstöðin Þorpið og íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar. Skólar, frjáls félagasamtök og aðrir aðilar geta verið samstarfsaðilar í þróunarverkefnunum. Auglýst er nú eftir umsóknum um styrki. Umsóknafrestur er til 31. janúar 2017.

5.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2017

1611139

Umsóknarfrestur styrkja í styrktarpott menningar, -íþrótta- og atvinnumála rann út 1. desember sl. fyrir úthlutun á árinu 2017.
Bæjarráð óskar eftir umsögn og forgangsröðun frá skóla-og frístundaráði um umsóknir sem falla undir íþróttamál.

6.Umgengnisreglur sundstaða á Akranesi

1701209

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að fylgja eftir vinnu við gerð umgengisreglna fyrir íþróttamannvirki á Akranesi og innleiðingu þeirra með forstöðumanni íþróttamannvirkja og starfsmönnum.

Tillagan samþykkt
Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á að Akraneskaupstaður verði áfram eins og hingað til framsækið bæjarfélag sem leggur meðal annars áherslu á almenna notkun á íþróttamannvirkjum bæjarins með heill bæjarbúa og gesti þeirra að leiðarljósi. Ráðið samþykkir að farið verði strax í vinnu við að móta umgengisreglur fyrir íþróttamannvirki bæjarins til þess að þeir sem þá sækja geti notið þeirrar þjónustu sem þar er í boði og gestir og starfsfólk geti átt ánægjuleg og uppbyggileg samskipti. Ráðið leggur áherslu á að gestum sé ekki mismunað, til að mynda á grundvelli kyns, litarháttar, trúarbragða eða fötlunar í samræmi við mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00