Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

50. fundur 15. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Læsi í leik- og grunnskólum

1602165

Lögð fram skýrsla um læsi í leik- og grunnskólum.
Skóla og frístundaráð þakkar starfshópi um læsi í leik- og grunnskólum fyrir vel unna skýrslu.

Skóla- og frístundasvið samþykkir að stofna aðgerðahóp sem hefur það að markmiði að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun sem byggir á skýrslu starfshópsins, samningi Akraneskaupstaðar og ríkisins vegna þjóðarsáttmála um læsi og Lestrarstefnu grunnskólanna. Aðgerðahópurinn leggi fram tillögur eigi síðar en 15. mars 2017. Hópinn skipa einn fulltrúi stjórnenda leikskólanna, einn fulltrúi stjórnenda grunnskólanna, talmeinafræðingur og sviðsstjóri sem jafnframt er starfsmaður hópsins. Aðgerðahópnum verður sett erindisbréf.

2.Tímasetning útskriftar 10. bekkur grunnskólanna

1611078

Skólastjórar grunnskólanna á Akranesi leggja til breytingar á tímasetningu á útskrift nemenda í 10. bekk vorið 2017.
Skóla- og frístundaráð samþykkir ósk skólastjóra grunnskólanna að breyta skóladagatali skólanna þannig að útskrift 10. bekkinga verði fimmtudaginn 1. júní 2017 kl. 17:30 í báðum skólum, í stað þess að útskrift fari fram 2. júní kl. 17:30 og 19:30.

3.Sundfélag Akraness - styrkumsókn vegna tækjakaupa

1611034

Erindi frá formanni Sundfélags Akraness, þar sem óskað er eftir aðstoð Akraneskaupstaðar til tækjakaupa fyrir sundfélagið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa erindinu með jákvæðum hætti til bæjarráðs um að styrkja Íþróttamiðstöðina Jaðarsbökkum til endurnýjunar á "Pödsum" búnaðar í sundlaugina til þess að mæla tíma keppenda.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00