Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

47. fundur 10. október 2016 kl. 08:00 - 09:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Svala Kristín Hreinsdóttir
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Starfshættir skóla- og frístundaráðs 2014-2018

1411092

Skóla- og frístundaráð hefur haft starfsáætlun mála til hliðsjónar við undirbúning funda.
Skóla- og frístundaráð býður Valgerði Janusdóttur velkomna til starfa sem sviðsstjóra á skóla- og frístundasviði. Farið var yfir starfsáætlun ráðsins og forgangsröðun rædd.

2.Klifurfélag ÍA - styrkumsókn

1610012

Borist hefur beiðni frá Klifurfélagi ÍA um styrk vegna íþróttastarfs félgsins.
Skóla- og frístundaráð fagnar uppbyggingu Klifurfélags ÍA á Akranesi. Ráðið getur ekki orðið við erindinu en bendir félaginu á næstu úthlutun styrkja sem fer fram 2017.

3.Dagforeldrar starfsemi

1610039

Á Akranesi eru starfandi 18 dagforeldra á 15 heimilum. Foreldrar með lögheimili og fasta búsetu á Akranesi eiga rétt á niðurgreiðslu samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar þar um. Akraneskaupstaður hefur samstarf, umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra.
Upplýsingar lagðar fram um starfsemi dagforeldra á Akranesi.
Sigrún vék af fundi kl. 9:45.

4.Söngskóli Brynju - nýting tómstundaframlags

1610047

Söngskóli Brynju, starfræktur á Akranesi, sækir um aðild að tómstundaframlagi Akraneskaupstaðar. Söngskólinn hóf starfsemi sína haustið 2016. Námskeið verða að jafnaði 10-12 vikur en sökum þess hversu seint starfið fór af stað í haust er boðið upp á 8 vikna námskeið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að Söngskóli Brynju fái aðild að tómstundaframlagi Akraneskaupstaðar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00