Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

41. fundur 13. júní 2016 kl. 08:00 - 08:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli - fyrirspurn um nemendaferðir að Laugum

1606062

Bréf hefur borist frá kennurum í 8. bekk Grundaskóla þar sem góðri reynslu er lýst af því að fara með nemendahópa að Laugum í Sælingsdal þar sem reknar hafa verið skólabúðir um árabil. Óskað er nú eftir aðkomu skóla- og frístundaráðs vegna þess kostnaðar sem leggst til í ferðinni vegna launa kennara og rútuferðar.
Skóla- og frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

2.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1606038

Óskað hefur verið eftir námsvist utan lögheimilissveitarfélags skólaárið 2016-2017.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1606037

Óskað hefur verið eftir námsvist utan lögheimilissveitarfélags skólaárið 2016-2017.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga 2016

1605089

Umsóknir hafa borist um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3-18 ára. Styrktímabil er frá 1. janúar - 31. desember á umliðnu ári.
Hrönn, Arnbjörg, Elís Þór og Erla Ösp viku af fundi kl. 8:26.
Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi ÍA mætti á fundinn kl. 8:26.

Umsóknir um styrki til tómstunda- og íþróttafélaga sem halda uppi öflugu starfi fyrir börn og unglinga á Akranesi.
Styrkjum er úthlutað samkvæmt viðmiðunarreglum. Skóla- og frístundaráð samþykkir úthlutun og vísar til staðfestingar í bæjarráði.

5.ÍA - samráð og samstarf

1504152

Skóla- og frístundaráð og stjórn ÍA hafa sammælst um að eiga samráð og samstarf varðandi aðstöðumál, viðhaldsverkefni og stefnumótun.
Samstarfsaðilar hafa rætt saman en hafa ekki náð að ljúka þessari vinnu. Skóla- og frístundaráð leggur því til við bæjarráð að "Samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness" verði áfram framlengdur um sex mánuði eða til 31. desember 2016. Fram að þeim tíma gefst tækifæri til að fara yfir samninginn og hvernig samráði og samstarf milli samningsaðila verði háttað.

Fundi slitið - kl. 08:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00