Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

28. fundur 26. janúar 2016 kl. 08:00 - 10:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gunnar Gíslason sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Skóladagatal 2016-2017

1512130

Undirbúningur er hafinn við gerð skóladagatals 2016-2017. Skóla- og frístundaráð óskaði eftir ábendingum frá hagsmunaaðilum skólasamfélagsins, starfsfólki grunnskóla, foreldrum, nemendum, leikskólum, Tónlistarskólanum á Akranesi og Fjölbrautaskóla Vesturlands, við gerð skóladagatalsins.
Trúnaðarmenn kennara í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla óskuðu eftir að fá að mæta á fund skóla- og frístundaráðs og fara yfir ábendingar kennara við gerð skóladagatals.
Á fundinn mættu Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla áheyrnafulltrúar skólastjórnenda í grunnskólum, Elís Þór Sigurðsson kennari Grundaskóla, Ingibjörg Haraldsdóttir kennari Brekkubæjarskóla áheyrnafulltrúar kennara í grunnskólum, Alexander Eck áheyrnafulltrúi foreldra í Grundaskóla, Gunnhildur Björnsdóttir og Hrafnhildur Jónsdóttir trúnaðarmenn kennara í Grundaskóla og Særún Gestsdóttir trúnaðarmaður kennara í Brekkubæjarskóla.

Ábendingar frá hagsmunaaðilum lagðar fram og ræddar. Skóla- og frístundráð óskar eftir að Svala Hreinsdóttir deildarstjóri sendi út könnun með einni spurningu til foreldra nemenda í grunnskólum og starfsmanna grunnskóla um fyrirkomulag á vetrarfríi í grunnskólum.
Gunnhildur, Hrafnhildur og Særún viku af fundi kl. 8:36.

2.Mötuneyti í grunnskólum-þjónusta við nemendur á sérfæði

1601409

Nemendum í grunnskólum Akraneskaupstaðar gefst kostur á að kaupa hádegismat í mötuneyti skólanna. Á síðast liðnum árum hefur nemendum með fæðuofnæmi fjölgað. Nemendur með fæðuofnæmi þurfa sérfæði en óþol fyrir ákveðnum matartegundum og sjúkdómar, s.s. sykursýki, meltingarsjúkdómar, efnaskiptasjúkdómar o.fl. geta einnig verið ástæða fyrir sérfæði. Sérfæði þarf að matreiða með mikill nákvæmni og skipulagi og hefur það verið leyst með ýmsum leiðum í grunnskólunum.
Skólastjórnendur í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla fóru yfir hvernig komið er til móts við nemendur með fæðuofnæmi í grunnskólunum. Sérfæði er ýmist eldað í mötuneytum skólanna eða í matreiðslustofu til að koma í veg fyrir að ofnæmisvaldurinn komist í snertingu við önnur matvæli sem eru í máltíð barnsins. Notuð eru vel hreinsuð matarílát og áhöld bæði í matreiðslu og framleiðslu. Skóla- og frístundaráð mun taka málið til skoðunar með það að markmiði að finna varanlegar lausnir í þjónustu við nemendur með bráða fæðuofnæmi.
Arnbjörg, Hrönn, Elís Þór og Ingibjörg viku af fundi kl. 8:55.

3.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

1412236

Í desember 2014 samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að segja upp og óska eftir endurskoðun á eftirtöldum samningum milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar
*Samkomulag um rekstur tónlistarskóla
*Samningur um félagsstarf aldraðra
*Samstarfssamningi um ýmis mál á sviði félags- og íþróttamála
Bæjarráð vísar erindinu til meðferðar í fagráðum Akraneskaupstaðar. Skóla- og frístundaráð fól sviðsstjóra skóla- og frístundamála að kanna hug fulltrúa Hvalfjarðasveitar til samninganna. Svala Hreinsdóttir starfandi sviðsstjóri og Gunnar Gíslason ráðgjafi hafa stýrt fundum við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar auk þess hafa Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi og Hörður Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja setið þá fundi.
Á fundinn mættu kl. 8:55 Hörður Kári Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.
Farið var yfir áherslur og viðræður sem átt hafa sér stað á samráðsfundum með fulltrúum frá Hvalfjarðarsveit. Skóla- og frístundaráð felur Svölu og Gunnari að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

4.Bjarnalaug - opnun vegna "Samflots"

1601408

Erindi hefur borist frá Hildi Karen Aðalsteinsdóttur, Ernu Haraldsdóttur og Ingibjörgu Finnbogadóttur þar sem óskað er eftir að Bjarnalaug verði opin fyrir svokallað "Samflot". Opnunartímar verði tvisvar sinnum í mánuði á miðvikudögum kl. 18:45-19:45 og laugin hituð í 34 gráður.
Erindið lagt fram. Skóla- og frístundaráð tekur vel í erindið en óskar eftir að Hörður Jóhannesson forstöðumaður leggi fram á næsta fundi ráðsins kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.
Hörður og Lárus viku af fundi kl. 9:42.

5.Reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum

1512203

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti við fjárhagsáætlun 2016 kr. 2.500.000 til að heimila auka niðurgreiðslur til foreldra sem eru með samning við dagforeldri vegna barna sem náð hafa tveggja ára aldri þar til leikskólapláss hefur verið tryggt. Bæjarstjórn felur skóla- og frístundaráði nánari útfærslu á þessari heimild.
Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldri lagðar fram. Skóla- og frístundaráð samþykkir eftirfarandi breytingar á reglunum:
*3. grein verður tekin út eins og hún hljóðar "Allar umsóknir þarf að endurnýja í janúar ár hvert".

*2. grein. Breyting á orðalagi, bæta við "í íbúagátt á heimasíðu Akraneskaupstaðar".
Greinin hljóðar svo: "Sækja skal um niðurgreiðslur á bæjarskrifstofunni Stillholti 16-18, á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn skal hafa borist eigi síðar en 20. dag fyrsta greiðslumánaðar. Með umsókn skal fylgja dvalarsamningur við dagforeldri. Niðurgreiðslur eru greiddar frá þeim tíma sem umsókn liggur fyrir og eru ekki greiddar aftur í tímann."

Greinin mun hljóða svo:
"Sækja skal um niðurgreiðslur í íbúagátt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á bæjarskrifstofunni Stillholti 16-18, á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn skal hafa borist eigi síðar en 20. dag fyrsta greiðslumánaðar. Með umsókn skal fylgja dvalarsamningur við dagforeldri. Niðurgreiðslur eru greiddar frá þeim tíma sem umsókn liggur fyrir og eru ekki greiddar aftur í tímann."

*5. grein verður grein 4 og setningu bætt við greinina.
Greinin hljóðar svo: "Þeir foreldrar sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4-8 klukkustundir á dag fá greiðslu sem nemur kr. 5.000.- fyrir hverja klukkustund og getur greiðslan hæst orðið kr. 40.000 á mánuði fyrir 8 klst. daglega vistun."

Greinin mun hljóða svo: "Þeir foreldrar sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4-8 klukkustundir á dag fá greiðslu sem nemur kr. 5.000.- fyrir hverja klukkustund og getur greiðslan hæst orðið kr. 40.000 á mánuði fyrir 8 klst. daglega vistun. Foreldra fjölbura sem kaupa vistun hjá dagforeldum í 4-8 klukkustundir á dag fá greiðslur sem nemur kr. 6250.- fyrir hverja klukkustund og getur greiðslan hæst orðið kr. 50.000 á mánuði fyrir hvert barn fyrir 8 klst. daglega vistun".

*6. grein. Ný grein sem mun hljóðar svo:
"Greiddar eru viðbótar niðurgreiðslur til þeirra foreldra sem eru með samning við dagforeldri og kaupa vistun í 4-8 klukkustundir vegna barna sem náð hafa tveggja ára aldri þar til leikskólapláss hefur verið tryggt. Viðbótar niðurgreiðslur nema kr. 3.750- fyrir hverja klukkustund að hámarki kr. 30.000 á mánuði. Greiðslur koma til framkvæmda í næsta mánuði eftir að barnið nær tveggja ára aldri. Greitt er eftirá, fyrsta hvers mánaðar."

*6. grein verður 7. grein og breyting á orði í greininni, taka út "fjölskylduráðs" og setja inn "skóla- og frístundaráðs".
Greinin hljóðar svo: "Komi upp ágreiningur um framkvæmd þessara reglna er hægt að vísa málinu til úrskurðar fjölskylduráðs Akraness."

Greinin mun hljóða svo: "Komi upp ágreiningur um framkvæmd þessara reglna er hægt að vísa málinu til úrskurðar skóla- og frístundaráðs Akraness."

Skóla- og frístundaráð vísar breytingum á reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum til staðfestingar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 10:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00