Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

18. fundur 18. ágúst 2015 kl. 16:30 - 19:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Upplýsingatækni-kennsluráðgjöf

1508159

Hjálmur Dór Hjálmsson kennari óskaði eftir að fá að koma á fund skóla- og frístundaráðs og kynna hugmyndir sínar um upplýsingatækni í grunnskólum.
Á fundinn mættu kl. 16:30 Gunnar Gíslason ráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði, Elís Þór Sigurðsson áheyrnafulltrúi starfsmanna grunnskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóir Grundaskóla og Magnús V. Benediktsson aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla áheyrnafulltrúar skólastjórnenda í grunnskólum og Hjálmur Dór Hjálmsson kennari.
Hjálmur Dór kynnti hugmyndir sínar um kennsluráðgjöf í upplýsingatækni í grunnskólum. Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og mun taka málið til skoðunar.

Hjálmur Dór vék af fundi kl.

2.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016 liggur fyrir. Forstöðumenn hafa verið að taka saman upplýsingum er snúa meðal annars að magntölum, nauðsynleg viðhaldsverkefni, endurnýjun á stofnbúnaði og upplýsingar um breytingar sem geta haft áhrif á starfsemina til lengri eða skemmri tíma.
Á fundinn mættu kl. 17:18 Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri í Garðaseli, Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri í Akraseli, Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólastjóri í Teigaseli og Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri í Vallarseli og Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum.

Farið var yfir þær magntölur sem liggja fyrir hjá deildum og stofnunum á skóla- og frístundasviði.

3.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2015

1505022

Við gerð sex mánaða uppgjörs (01.01.-30.06.2015) hafa verið skoðaðar niðurstöður einstakra deilda og málaflokka. Við þá skoðun hefur komið í ljós að nokkrar deildir/málaflokkar sem heyra undir skóla- og frístundasvið eru með meira en 3% frávik til hækkunar frá áætlun þessa tímabils og meira en 50% af ársáætlun 2015. Fjármálastjóri hefur óskað eftir skýringum vegna þessara frávika og hvernig brugðist verður við þeim.
Svala Hreinsdóttir deildarstjóri fór yfir þær skýringar sem lágu fyrir vegna þessara frávika.

Magnús, Hrönn og Elís þór viku af fundi kl. 17:38.
Ingunn, Anney, Margrét Þóra, Brynhildur Björg Jónsdóttir og Guðríður viku af fundi kl. 17:58.
Á fundinn mættu Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri og Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.

Heiðrún vék af fundi kl. 18:17.
Lárus vék af fundi kl 18:45.
Ásthildur vék af fundi kl. 19:34.

4.Skátaskálinn Skorradal - endurnýjun á samningi

1404016

Stjórn skálanefnd skátaskálans í Skorradal óskaði eftir viðræðum við bæjarráð um endurnýjun á samningi Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness um rekstur og uppbyggingu Skátafells í Skorradal frá maí 2002. Erindinu var vísað til skóla- og frístundaráðs en fulltrúar Akraneskaupstaðar hafa fundað með fulltrúum Skátafélagsins og leggja fram drög að samningi.
Farið var yfir drög að samningi Akraneskaupstaðar við Skátafélags Akraness um rekstur og uppbyggingu Skátafélagsins í Skorradal. Málinu verður frestað til næsta fundar skóla- og frístundaráðs.

Fundi slitið - kl. 19:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00