Skipulags- og umhverfisráð
|
1. 2601-0712 - Viðhaldsáætlun fasteigna 2026
Viðhaldsáætlun fasteigna Akraneskaupstaðar 2026 lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Alfreð Alfreðssyni rekstrarstjóra þjónustumiðstöðvar og Arnóri Má Guðmundssyni verkefnastjóra fyrir yfirferðina.
|
|
2. 2601-0166 - Íþróttabandalag Akraness - ósk um afnotum af öllu húsnæði Kirkjuhvols
Íþróttabandalag Akraness óskar eftir afnotum af öllu húsnæði Kirkjuhvols þegar Brekkubæjarskóli hættir notkun á húsinu. Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í samning við Íþróttabandalagið um afnot af húsnæðinu fyrir aðildarfélög og felur sviðsstjóra áframhaldandi vinnu.
|
|
3. 2601-0739 - Mánaðayfirlit 2025
Mánaðaryfirlit janúar til október 2025. Kristjana Helga Ólafsdóttir, fjármálastjóri, situr fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fjármálastjóra fyrir kynningu á mánaðaryfirliti.Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi. |
|
4. 2512-5423 - Grassláttur útboð 2025
Útboðsgögn fyrir grasslátt lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að auglýst verði útboð á grasslætti á opnum svæðum á Akranesi samkvæmt framlögðum gögnum.
|
|
5. 2601-0469 - Staða skipulagsmála 2026
Kynnt eru helstu verkefni í skipulagi fyrir árið 2026.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar skipulagsfulltrúa fyrir yfirferðina.
|
|
6. 2512-5540 - Uppbygging mannvirkja á Jaðarsbakka starfshópur
1. Fundargerð starfshóps upbbygingu mannvirkja á Jaðarsbökkum. 2. Fundargerð starfshóps upbbygingu mannvirkja á Jaðarsbökkum.
Fundargerðir lagðar fram.
|
|
7. 2601-0713 - Nýtt deiliskipulag Kirkjubraut
Tillaga að nýju deiliskipulagi er lögð fram til auglýsingar fyrir gatnarými við Kirkjubraut og Kalmansbraut. Skipulagssvæðið afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norðurs og nær yfir um 2 ha svæði. Tillagan tekur til fyrirhugaðra breytinga á gatnarými við Kirkjubraut og Kalmansbraut og er í samræmi við markmið og stefnu Landskipulagsstefnu og Aðalskipulags Akraness.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Kirkjubraut verði auglýst skv. 1 mgr 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
8. 2601-0714 - Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreit - Kirkjubraut
Breyting á skipulagsmörkum vegna nýs deiliskipulags við Kirkjubraut. Tillaga að breytingu lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga verði auglýst skv. 1 mgr 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
9. 2601-0715 - Breyting á deiliskipulagi Arnardalsreit - Kirkjubraut Breyting á skipulagsmörkum vegna nýs deiliskipulags við Kirkjubraut. Tillaga að breytingu lögð fram til auglýsingar
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga verði auglýst skv. 1 mgr 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
10. 2601-0716 - Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits - Kirkjubraut
Breyting á skipulagsmörkum vegna nýs deiliskipulags við Kirkjubraut. Tillaga að breytingu lögð fram til auglýsingar
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga verði auglýst skv. 1 mgr 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
11. 2601-0717 - Breyting á deiliskipulagi Miðbæjarreits - Kirkjubraut
Breyting á skipulagsmörkum vegna nýs deiliskipulags við Kirkjubraut. Tillaga að breytingu lögð fram til auglýsingar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga verði auglýst skv. 1 mgr 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
12. 2601-0265 - Húsnæðisáætlun 2026
Drög að húsnæðisáætlun 2026 lögð fram til kynningar.
Húsnæðisáætlun 2026 lögð fram til kynningar.
|
|
13. 2601-0731 - Suðurgata 108,110 og 112 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Sementsreits. Breytingin nær til lóða við Suðurgötu 108, 110 og 112. Hámarkshæð bygginga á umræddum lóðum hækkar úr 6,5 m í 7,2 m. Byggingarmagn á Suðurgötu 110 hækkar úr 230 m² í 245 m² og nýtingarhlutfall hækkar um 0,03, úr 0,49 í 0,52. Bílastæðum verður fjölgað og verða tvö stæði á hverri lóð. Á Suðurgötu 112 færist byggingarreitur til innan lóðar. Heimilt verður að láta útistiga ganga allt að 1,3 m út fyrir byggingarreit innan lóðar. Á lóðamörkum Suðurgötu 112 að leiksvæði C3, samkvæmt uppdrætti. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir. Grenndarkynnt var frá 08. desember 2025 til og með 12. janúar 2026 fyrir Suðurgötu 106, 107, 109, 111, 113 og 114 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulag Sementsreits, auglýsa í b-deild og senda Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.Allar kostnaður vegna breytingar leggst á lóðarhafa.
|
|
14. 2601-0503 - Þjóðarleikvangur í golfi - Áskorun til Akraneskaupstaðar
Áskorun til Akraneskaupstaðar um að kanna möguleika á þjóðarleikvangi í golfi á Akranesi.
Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar í skipulags- og umhverfisráði eru hlynnt því að hafnar verði formlegar viðræður um að Garðavöllur á Akranesi verði þjóðarleikvangur Íslands í golfi. Slíkt framtak væri afar jákvætt og mikilvægt skref í að styrkja stöðu golfíþróttarinnar, efla aðstöðu til keppni og mótahalds og skapa umgjörð sem stenst alþjóðlegar kröfur. Þá fellur hugmyndin vel að áherslum íþróttasveitarfélagsins Akraneskaupstaðar og mun án efa opna á tækifæri til uppbyggingar í íþrótta- og heilsutengdri ferðaþjónustu.
Golfíþróttin hefur vaxið hratt á undanförnum árum og liggur fyrir að golfvellir á höfuðborgarsvæðinu eru víða fullnýttir og sums staðar orðnir uppseldir hvað varðar rástíma og aðgengi. Garðavöllur hefur sterka stöðu meðal golfvalla landsins, bæði hvað varðar gæði vallarins og náttúrulegt umhverfi og aðgengi, og er því vel til þess fallinn að gegna hlutverki þjóðarleikvangs í golfi. Þegar hefur farið fram mikil og vönduð vinna á vegum GL sem verður mikilvægur grunnur að framtíðarskipulagi og ákvörðunum um stækkun Garðavallar. Meirihluti ráðsins leggur ríka áherslu á að í skipulagi Akraneskaupstaðar verði gert ráð fyrir stækkun og frekari uppbyggingu vallarins. Slík stækkun myndi styrkja stoðir Garðavallar og gera hann að raunhæfum valkosti til framtíðaruppbyggingar íþróttarinnar á landsvísu.
Við teljum mikilvægt að viðræður Akraneskaupstaðar, Golfsambands Íslands, Golfklúbbsins Leynis og annarra lykilhagsmunaaðila haldi áfram með skýr markmið um hlutverk, fjármögnun og þróun þjóðarleikvangsins til lengri tíma. Slíkt kallar á breiða samvinnu og mikilvægt er að uppbyggingin styðji við jafnt afreksíþrótt, almenningsíþrótt og aukið aðgengi.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Framsókn og frjálsir telja að fyrirliggjandi hugmyndir um að Garðavöllur verði þróaður sem þjóðarleikvangur í golfi feli í sér mikilvægt og áhugavert tækifæri fyrir Akraneskaupstað. Slíkt verkefni er í góðu samræmi við stefnu bæjarins um heilsueflandi samfélag og styður jafnframt við áform um frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.Golfklúbburinn Leynir rekur í dag einn af fremstu golfvöllum landsins og naut félagið mikillar aðsóknar sumarið 2025, með yfir 800 skráðum félagsmönnum auk rúmlega 100 barna og ungmenna í yngri flokkum. Þessi staða endurspeglar bæði gæði aðstöðunnar og sterka samfélagslega skírskotun klúbbsins.Framsókn og frjálsir taka jákvætt í verkefnið og leggja til að unnin verði viljayfirlýsing milli Akraneskaupstaðar, Golfklúbbsins Leynis og Golfsambands Íslands. Í slíkri yfirlýsingu verði skýrt kveðið á um hlutverk allra aðila og ráðist í nánari greiningu á möguleikum, forsendum og tillögum sem snúa að því að þróa Garðavöll sem þjóðarleikvang í golfi.
|
|
15. 2601-0791 - til skipulagsfulltrúa - Álfalundur 55
Óskað er eftir upplýsingum um möguleika á að fá gistileyfi fyrir skammtímaleigu fasteignarinnar umfram 90 daga að Álfalundi 55. Jafnframt er óskað eftir leiðbeiningum um skilyrði og umsóknarferli slíks leyfis, verði það talið mögulegt.
Ekki er heimild í Skógarhverfi 3A fyrir heimagistingu sem atvinnurekstur. Gisting umfram heimagistingu krefst skipulagsbreytinga.Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga um málaflokkinn. Málið verður tekið upp að nýju á næstkomandi fundi skipulags- og umhverfisráðs. |
|
16. 2601-0324 - Aðgangur að þjónustu í Gámu
Beiðni frá Hvalfjarðarsveit um aðgang að Gámu.
Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu áfram til bæjarráðs þar sem bæjarráð er með alla samninga við Hvalfjarðarsveit í skoðun.
|
|
17. 2601-0738 - Gatnalýsing - Framlenging á þjónustusamningi
Tllaga um að framlengja samning við Ljóstvista um þjónustu við gatnalýsingarkerið um 1 ár.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að samningur við Ljóstvista um þjónustu og viðhald við gatnalýsingarkerfið verði framlengdur um 1 ár.
|
Fundi slitið, fundargerð samþykkt og undirrituð rafrænt.





